Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 68
162 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann tók fötuna af Nikolaj, kerrti höfuöið og svalg vatnið við- stöðulaust og lengi í stórum, háværum teygum líkt og hestur. Barka- kýlið, prýtt rauðri hárloðnu, boppaði upp og ofan um leið og hann drakk; augu hans, skökk og grá, ranghvolfdust af einskærri vellíðan. Er hann hafði drukkið nægju sína, ræskti hann sig, þerrði rennvota kinn sína og rnunn á annarri erminni og sagði með óánægjuhreim í röddinni: „Æ, það er hálfgerður óþverri, þetta vatn, kalt og vott að vísu, en annað er ekki heldur hægt að segja því til lofs; saltið hefði að minnsta kosti mátt missa sig. Viltu meir?“ Nikolaj hristi höfuðið, og Svíagintseff spurði skyndilega: „Sonur þinn er alltaf að skrifa þér, en ég hef ekki orðið þess var að þú fengir bréf frá konunni þinni. Þú ert þó ekki ekkjumaður, Mikkóla?“ Og Nikolaj svaraði, jafnvel þótt það kæmi honum dálítið á óvart sjálfum: „Eg á enga konu. Við erum skilin.“ „Og hvenær skilduð þið?“ „í fyrra.“ „Nú, það er þá svona,“ sagði Svíagintseff með semingi, og gætti samúðar í rómnum. „En hjá hverjum dvelja börnin þín? Mig minn- ir þú segðir sjálfur að þú ættir tvö.“ „Já, þau eru tvö, og húa hjá móður minni.“ „Rakstu frá þér konuna, Mikkóla?“ „Nei, hún fór frá mér. . . . Það var daginn sem styrjöldin hófst að ég kom heim af ferðalagi, og þá var hún öll á bak og burt. Hún hafði skilið eftir bréf og farið svo á burt frá mér. . . . “ Nikolaj talaði í ákafa, en allt í einu þagnaði hann, hleypti brún- um og beit á vörina; settist síðan í skuggann af næsta eplatré, og tók að draga stígvélin af fótum sér, þögull sem steinn. í innstu leynum hugans iðraði hann þegar orða sinna. í heilt ár hafði hann borið þessa þöglu kvöl í brjósti, og nú hafði hann fleiprað út úr sér hryggðarefni sínu alveg að ástæðulausu, opinberað það fyrsta mann- inum, sem honum virtist sýna sér ofurlitla sarnúð. Hvernig í ósköp- unum gat staðið á því, að hann skyldi rausa svona? Hvað kom Svíagintseff mæða hans við?

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.