Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 72
166 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tjáir að reyna að halda aftur af henni, svo að ég segi já og amen við öllu saman. Farðu bara, góða,‘ segi ég, ,það fer áreiðan- lega betur um þig hjá henni systur þinni.‘ ,0, ó!‘ segir hún, ,var það þannig meint? Þú elskar mig þetta heitt að þú reynir ekki einu sinni að aftra mér! Gott og vel, ég fer hvergi! Eg ætla að hengja mig hérna upp á stundina, og þá kann að vera að sanivizkan kvelji þig og bíti það sem eftir er ævinnar, þrjóturinn þinn!‘ Endurminningar Svíagintseffs komu honum í ágætt skap. Hann hristi höfuðið, dró tóbaksílátið brosandi upp úr vasanum og sneii vindling. Nikolaj var að losa vefjurnar af fótum sér, heitum og rök- um af svita. Hann brosti lika, en bros hans var svefnhöfugt og leti- legt. Hann hefði átt að fara út að brunninum og þvo vefjurnar, en hann vildi ekki slíta í sundur hina skemmtilegu sögu félaga síns, og í annan stað nennti hann varla að standa upp og ganga þennan stutta spöl í brennandi sólarhitanum. Svíagintseff hélt áfram sögunni og ljómaði af fjöri og kátínu: „Eg hugsa ráð mitt um stund og segi síðan: ,Vertu ekkert að hika, Nastaja Filippóvna, hengdu þig bara, góða; það er kaðalspotti þarna bak við kistuna!1 Hún hlammar bögglinum á gólfið, hrifsar kaðalinn og þýtur inn í dagstofuna. Þá ýtir hún borðinu fram á gólf, bindur annan enda kaðalsins á krókinn, sem vaggan hékk í áð- ur fyrr, gerir lykkju á hinn endann og smeygir henni um háls sér. En hún stekkur ekki niður af borðinu, hún lætur sér nægja að beygja knén, leggur svo hökuna inn í lykkjuna og sýpur hveljur eins og hún sé að kafna. Ég sit sem fastast þar sem ég er kominn. Dyrnar að dagstofunni eru opnar í hálfa gátt og ég á hægt með að sjá allt sem fram fer. Jæja þá, ég bíð dálitla stund og segi svo liátt og skýrt: „Guði sé lof, það lítur út fyrir að hún sé búin að hengja sig; nú eru þrautir mínar loks á enda!“ Þú hefðir átt að sjá hana þegar hún stökk niður af borðinu og réðst á mig með krepptum hnefunum! „Svo að þú myndir fagna því ef ég hengdi mig! Svona heit er hún þá, ástin sem þú berð til mín!“ Ég varð að beita valdi til þess að lægja í henni ofsann. En þegar hér var komið, var gersamlega runn- ið af mér, svo að vodkapotturinn, sem ég hafði látið í mig um kvöldið, var allur farinn til ónýtis. Ég sit þarna að bardaganum loknum og hugsa: Maður fer í klúbbinn til þess að horfa ú leik-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.