Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 73
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 167 sýningar, en ég hef mitt eigið leikhús heima hjá mér og kostar ekk- ert! Og svo rek ég upp skellihlátur, en innst inni með sjálfum mér er ég samt ekkert sérlega ánægður. „Svo að á þessu máttu skilja hvað þetta kvenfólk — það skil- getna afkvæmi déskotans — getur tekið til bragðs! Það var mesta guðsmildi að krakkarnir voru í heimsókn hjá móður minni þetta kvöld. Annars er ekkert líklegra en þeir hefðu sálazt úr hræðslu.“ Svíagintseff þagði um stund og hóf svo mál sitt á ný, en nú var fjöl- hans allt minna en áður: „Þú inátt ekki halda, Mikkóla, að samkomulag okkar hjónanna hafi ætíð verið með þessum ósköpum, það eru ekki nema tvö ár síðan hún varð svona gerspillt. Og ég skal segja þér það alveg hrein- skilnislega: Það eru skáldsögurnar, sem hafa farið svona með hana. „I átta ár lifðum við saman eins og fólk gerir flest. Hún stýrði dráttarvél, lét aldrei líða yfir sig og var ekki með neinar hlægilegar uppáfinningar. En svo tók hún upp á því að fara að lesa alls konar bókmenntaskrif, og þá var skollinn laus. Nú er hún orðin svo gáfuð að hún segir aldrei neitt beint eða blátt áfram, en allt svona á að gizka og hér um bil. Og svo skelfilega hrifin er hún af þessum skræð- um sínum, að hún á það til að lesa alla liðlanga nóttina og vera svo eins og syfjaður sauður á daginn, og missa allt út úr lúkunum á sér. Jæja, einu sinni, þegar hún er í þessum ham, kemur hún til mín, brosir eins og hálfviti og segir: „0, hvað ég vildi að þú beindir til mín ástarorðum, Vanja, þótt ekki væri nema í eitt einasta skipti! Aldrei á ævinni hef ég heyrt þig segja þau ástúðlegu, blíðu orð, sem skráð eru í bókum!“ Það lá við sjálft að ég stykki upp á nef mér og ég hugsa: Nú eru reyfararnir búnir að gera hana vitlausa! En upphátt segi ég: „Eg held þú sért ekki með öllum mjalla, Nas- taja! Nú hef ég búið með þér í tíu ár og eignast með þér þrjú börn, og til hvers árans ætti ég þá að fara að tala til þín ástarorðum? Herra trúr, ég gæti ekki einu sinni borið þau fram! Allt frá því ég var ungur hef ég aldrei talað blíðuorðum til nokkurs manns, en notað hendurnar því betur, og ég ætla sannarlega ekki að fara að byrja á því nú. Ég er ekki annar eins grasasni og þú heldur! Og sjálf ættir þú að annast betur um börnin þín, í stað þess að leggjast í fávíslegan skáldsagnalestur! Sannleikurinn var sá, að hún var al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.