Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 80
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hefur samið, er örðugra að dæma. TímabiliS (1751—1770), sem hann ritar um, er svo stutt, að hann hefur varla getað beitt sér til hlítar. Auk þess má sjá, að hann hefur taliS sig að nokkru leyti bundinn af þeirri fyrirmynd, sem P. E. Ó. hefur skapað. Eigi að síður er meira þjóðarsögusnið á kafla Þ. J. Efnisskipun er eðlilegri og skynsamlegri. Sama máli gegnir um efnisval. Þ. J. gætir betur hófs en P. E. Ó. um persónusögu og önnur aukaatriði, er slíta söguþráðinn. Honum virðist ljósara samhengið í sögunni, og hann skyggnist víðar um eftir orsökum og afleiðingum. T. d. gerir hann sér far um að tengja sögu okkar við sögu annarra þjóða. Hins vegar er still Þ. J. þróttminni og um- búðameiri en stíll P. E. Ó., og ef til vill er kafli hans of langur hlutfallslega, rúmir % hlutar 6. bindis. Raunar er tímabilið 1751—70 merkilegt að ýmsu leyti, en þess verður að gæta, að enn eru ósagðir ýmsir þættir sögu þess (t. d. bókmenntir). Eg bygg, að torvelt verði að rita Sögu Islendinga eftir 1770 eins rækilega í einum fjórum bindum, er söguefni verða fleiri og stærri og meira um myndir, sem taka nokkurt rúm. Sá galli er þó ekki stórvægilegur, og hafa verður í huga, þegar verk beggja þessara sagnfræðinga, Páls Eggerts Ólasonar og Þorkels Jóhannessonar, eru dæmd, að þau eru frumsmíð. Aldrei hefur verið ritað rækilega samfellt um sögu 17. og 18. aldar áður. Forleikurinn er jafnan örðugastur, og þeir, sem rita síðar hin bindi Sögu íslendinga, eiga hægara um vik að forðast vítin, ef svo má verða. Jón Jóhannesson.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.