Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 8
134 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hér hernaðarbækistöðvar, eftir að ófriðnum væri lokið. í ferð for- seta íslands til Bandaríkjanna á síðastliðnu hausti var birt skorin- orð yfirlýsing móti þessum skrifum; breyttu þau þá um svip, en ekki efni. Fram á síðustu tíma var svo að sjá sem þessi skrif væru runnin undan rifjum óábyrgra manna. En samkvæmt því, sem stend- ur í blaðinu Útsýn — og hefur sú frásögn ekki verið borin til baka — bar svo við 1. f. m., að fyrirspurn kom frá Bandaríkjastjórn til ríkisstjórnar Islands um það, hvort hún vildi taka upp samninga um að leigja Bandaríkjunum til langs tíma land hér til herstöðva fyrir lofther þeirra og flota. Það má öllum vera ljóst, að þó íslendingar leigðu þessu útlenda stórveldi ekki nema útsker eitt, væru ráð þeirra yfir landi sínu skert. En eins og ofangreint ber með sér, er ekki um slíkt að ræða, heldur stöðvar sem næst og jafnvel í hjartastað landsins. Hvert mannsbarn skilur, að raunverulega væri frelsi og fullveldi þjóðarinnar úr sög- únni, ef gengið væri að þessu. Við komu friðarins inngengi hún ekki í neitt frelsi, heldur í nýja tegund hernáms, sem væri frá- brugðið hinu gamla að því leyti, að það tæki engan enda. Ekki getur öðruvísi verið en hjá þeim mönnum, sem treyst hafa Ioforðum Bandaríkjaforseta, veki tilmæli þessi furðu. Friður er nú á kominn í heiminum með fullum sigri bandamanna alstaðar þar sem barizt var. En þessi sigur er enn með þeim hætti, að Banda- ríkjamenn hafa í höndum vopn svo öflugt, að þeir eiga alls kostar við hvert það ríki, sem ætlar sér að hefja styrjöld við þá.‘ Menn tala þó og skrifa, sumir hverjir, um nýja heimsstyrjöld. En vita þeir menn, sem hæst tala um þetta og lægst hvísla, meira en við hinir? Ekki hef ég heyrt þá halda því fram, að Bandaríkin mundu hefja árásarstyrjöld á gamlan bandamann sinn. En ef til vill þykir þeim líklegt, að Rússar hafi sérstaka löngun til að fremja sjálfsmorð með því að ráða á þann eina her veraldarinnar, sem búinn er kjarnorkusprengjum. En síðar meir, þegar öll stórveldin hafa fundið ráð til að búa til þessi djöflatæki, þá er komin önnur öld. En þá er ekki lengur traust að neinni hervernd, heldur háski. Ég býst varla við, að nokkur muni treysta sér til að tala kinn- roðalaust um fj árhagslegan hagnað af því að leigja öðrum þjóðum

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.