Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 9
SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ 135 íslenzkt land, því að það væri, með leyfi að segja, sami hagnaður- inn og skækjan hefur af að selja sig. Um hagnað einstakra manna skal ég ekki tala; einstakir menn, jafnvel heilar stéttir, höfðu hag af hernámi Danmerkur, en sá maður þykir lélegur föðurlandsvin- ur þar í landi, sem ekki metur alþjóðarheill meira. Það er auðvitað mál, að ekki er vandalaust að vera sjálfstæð þjóð, og það máttum við alltaf vita. Það liggur í hlutarins eðli, að menn verða að vera búnir við því að þola óþægindi og færa fórnir. Aðrar þjóðir hafa úthellt blóði sínu til þess að verja frelsi sitt. Vér íslendingar höfum fullreynt, hvers virði frelsið er. Frelsinu hefur hér á landi ævinlega fylgt menning og heill; en ófrelsinu, hvaða fríðindum sem það hét í fyrstu, þó, er stundir liðu, niður- læging, fátækt, eymd, vonleysi. Það er alveg eins og örlagavaldarnir hafi hér verið að segja okkur og öllum öðrum þjóðum eftirminni- lega dæmisögu. Ef íslenzka þjóðin hefur gleymt henni, er hún úr einkennilegu efni gerð. Það er erfitt að hugsa sér, að nokkur ís- lenzkur maður geti verið hlynntur því að ofurselja landið, svo sem hér er farið fram á. Að vísu hefur sá orðið hlutur flestra þjóða í síðustu styrjöld, að þær hafa átt sína kvislinga. Sjálfsagt getum við sagt með sálmaskáldinu: „Skal ég þá þurfa að þenkja hann þyrmi einum mér?“ En það ætti að minnsta kosti að mega treysta að þessu leyti stjórnmálamönnunum, sem stofnsettu hér lýðveldi. Það er ekki svo langt síðan það gerðist, ekki enn hálft annað ár. Enginn þeirra mun vilja gera sig og þjóð sína að viðundri veraldar með því að samþykkja valdaafsal hennar yfir íslenzku landi. Enginn þeirra mun vilja gera sig og þjóð sína fyrirlitlega í augum alls heimsins. Vér íslendingar erum fámenn þjóð, en ekki fámennari en þegar vér stofnuðum lýðveldi fyrir tæplega hálfu öðru ári, miklu fjöl- mennari en forðum, þegar vér áttum í sjálfstæðisbaráttunni, gæddir miklu meiri gæðum og ytri menningu. Auðvitað megum vér einskis móti ofbeldi hinna sterku, frekar en aðrar smáþjóðir, en var ekki því marglýst yfir, að í heimsstyrjöldinni hafi verið barizt fyrir rétt- inum móti ofbeldi og ranglæti? í Atlantshafsyfirlýsingunni er kveð- ið svo að orði: „Allir menn í öllum löndum verða að njóta réttar- ins.“ „... .komið verði í veg fyrir, að einstökum þjóðum haldist

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.