Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 15
GEGN AFSALI LANDSRÉTTINDA OG EYÐINGU ÞJÓÐARINNAR 141 keppnisfærir til verzlunar og siglinga eftir að ríki efldust í Evrópu. Gamli sáttmáli felur í sér skuldbindingu frá Hákoni V. um að sigla landið upp. Afhending Islands til hernaðarþarfa stórveldis, einsog Banda- ríkjanna, þýðir að ísland hlýtur að verða vígvöllur í næsta stríði þessa stórveldis, livenær sein það verður og gegn hverjum sem það kynni að verða háð. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Byrnes, hefur lýst yfir því hátíðlega fyrir fám dögum, að það rnuni að minnsta kosti ekki verða Ráðstjórnarríkin, kveður Bandaríkin ekki munu'taka þátt í neinni ríkjasamsteypu (blökk) sem sé beint gegn hagsmunum þess lands eða leitt geti til ófriðar við það. Þegar slík- ur maður talar, þá er það enginn fleiprandi Hitler, heldur ábyrgð- arfullur og baldinorður „Engilsaxi“. Enda vitum við íslendingar fullvel, að nær mundi höggvið öðru stórveldi en Ráðstjórnar- ríkjanna ef ísland væri gert Bandaríkjavirki. En gegn hverjum sem skeytum Bandaríkjahers kynni að verða beint frá íslandi, þá er víst, að það verður mjög sterkur aðili, sá einn aðili sem Bandaríkin telja sig hafa ástæðu lil að óttast, sá aðili sem hvorki þeir né vér höfum neina tryggingu fyrir að verði unninn. Afhending á höfnum og flugvöllum hér við Faxaflóa til Banda- ríkjahers, þar á meðal Fossvogs við Reykjavík (flugbátahöfn), mundi tákna það, að höfuðborg vor yrði eitt af fyrstu kjarnsprengjuskot- mörkum í næsta stríði. Hernaðarsérfræðingar segja að næsta stríð muni hefjast öllum að óvörum, sá telji sér sigurvon, sem verður fyrri til að atómiséra hinn. Ef Reykjavík (Fossvogur og grennd) verður hernaðarbækistöð, munum vér íbúar þessarar borgar ekki frétta um næsta stríð. Við munum verða orðnir að dufti fyrir fyrstu kjarnsprengjunni áður en við fréttum um stríð. Ekki skorkvikindi, aukin heldur meir, mun lifa í Reykjavík og grennd daginn eftir upphaf næsta stríðs ef hér verður amerísk hernaðarbækistöð. Slikt morð hvers einasta mannsbarns í Reykjavík, hvers lifandi kvikindis, kjósa þeir menn íslandi, sem vilja ljá einum aðilja landið til vænl- anlegs heimsstríðs gegn öðrum. Afhending íslands til hernaðar- reksturs eins aðilja gegn öðrum í fyrirhuguðu stríði táknar útþurrk- un mikils hluta íslenzku þjóðarinnar. Lausn kjarnorkunnar hefur gerbreytt svo öllum raunveruleik

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.