Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 16
142 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stríðs og stjórnmála í veröldinni, að þeir, sem hugsa um þau efni eins og enn var leyfilegt að gera fyrir hálfu ári, eru nú orðnir mörg- um öldum á eftir tímanum. Engin hugmynd þeirra samrýmist hinni breyttu aðstöðu. Allt tal þeirra er rugl, — þar á meðal slíkt hjal eins og heyrzt hefur í íslenzkum blöðum síðustu daga, að okkur Is- lendingum ætti að vera einhver „vernd“ í því að hafa hér hernað- arbækistöðvar ákveðins stórveldis í framtíðinni. Það eina sem mönn- um er einhver hugsanleg vernd í, ef stríð verður aftur, er að vera sem fjærst hernaðarstöðvum. Nú má segja, að það megi einu gilda þótt vér, þessir fáu íslendingar, hyrfum úr sögunni, ef vér gætum með afhendingu lands vors til handa Bandaríkjaher komið í veg fyrir að bandarísk stórborg með níu milljónir manna, eins og New York, yrði mulin mélinu smærra með kjarnorkusprengju. En það er ekki því að heilsa. Helztu vísindamönnum kjarnorkunnar ber saman um, að hvaða iðnaðarþjóð sem vera skal geti framleitt kjarn- orkusprengju með misseris fyrirvara; það er talið líklegt að Ráð- stjórnarríkin hafi til dæmis „leyndarmálið“ þegar á valdi sínu. Hinn elskulegi tónn í ræðu Byrnes virðist næstum benda á, að slík frétt hafi borizt til lrærri staða í Bandaríkjunum. Þessir vísinda- menn kjarno.rkunnar hafa aftur og aftur látið hafa eftir sér, að inn- an fárra ára þurfi ekki nema eina þvílíka sprengju til að jafna New York algerlega við jörðu. Þeir telja, að ekki verði aðeins New York og Lundúnir algerlega þurrkaðar út strax, heldur muni hver einasta stórborg Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna hverfa, ásamt öllu kviku sem þar hrærist, á tólf fyrstu klukkutímum stríðs- ins. Það er vitað, að vísindamenn kjarnorkunnar hafa sýnt Banda- ríkjastjórn fram á, að slík eyðing verður óhjákvæmileg afleiðing næstu friðslita í heiminum. Dr. Oppenheimer einn þekktasti kjarn- orkufræðingur Bandaríkjanna telur vel geta farið svo, að 40 millj- ónir Amerikumanna láti lífið á fyrstu mínútum næsta stríðs. Hvað gagnar það Ameríkumönnum að hafa Keflavík eftir að New York er orðin að púlveri? Næsta stríð verður ekki stríð í venjulegri merk- ingu, heldur fullkomin eyðing allra sem nærri því koma. Sá sem vill flækja íslendingum inn í slíkt stríð, hlýtur að óska þess eins að ís- lenzka þjóðin verði afmáð af jörðinni. Ef slíkir blindir óvitar eru til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.