Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 17
GEGN AFSALI LANDSRÉTTINDA OG EYÐINGU LJÓDARINNAR 143 meðal íslenzkra ráðamanna verður þjóðin að grípa fram fyrir hend- ur þeim fljótt. í afskiptum sínum af þessum málum dugir íslenzkum blöðum ekki að hafa þá aðferð sem þeim er helzti töm, að neita að beita rökfærslu en grípa málsatriðin hver hjá öðrum og snúa út úr eða afbaka þau á víxl, hella síðan á grundvelli útúrsnúninganna ein- hverjum barnalegum fúkyrðum eða uppnefnum yfir viðræðanda sinn. Slík umræðuaðferð, ólík tali fullorðins fólks, sprottin af barnslegu sálarlífi þeirra manna senr veljast að hlöðunum, jafngild- ir nákvæmlega því að þagað sé um málefnin. Spursmálið um af- hendingu landsréttinda vorra í þágu stríðs er þegar uppi. Afstaða okkar verður að vera hrein, hér bjargar engu að snúa útúr 'fyrir þeim næsta til að sanna að hann sé idjót, eða uppnefna hann og kalla hann hund eða tík, eins og íslenzkir blaðamenn temja sér í umræðum á prenti „undir smásjá stórveldanna“. Ég vona að mér hafi með þessari stuttu grein tekizt að gera ljós- ar skoðanir mínar á málinu: Sá íslenzkur valdamaður, sem vill af- henda landið til sóknar eða varnar ákveðnum stríðsaðilja í næsta stríði, er ekki aðeins landráðamaður í þeirri gömlu góðu merkingu þess orðs, heldur hlýtur hann einnig að vilja dauða íslenzku þjóðar- innar. Um leið og vér afhendum væntanlegum aðilja í næsta heims- stríði landsréttindi á Islandi, höfum vér undirskrifað dauðadóm ís- lenzku þjóðarinnar í bókstaflegri merkingu. Island getur enga utanríkisstefnu haft nema styrkja þann mál- stað sameinuðu þjóðanna, að koma í veg fyrir að heimurinn skip- ist í tvær stríðandi blakkir, tvær fjandsamlegar ríkjasamsteypur, sem leitist við að hefja stríð, útþurrkandi siðmenningu heimsins. Það eina sem í okkar valdi stendur, er að bjóða sameinuðu þjóð- unum fram alla vora krafta, og alla vora getu, þó smá kunni að vera, til þess eins að koma í veg fyrir að þær andstæður skapist, það stríð hefjist, sem aðeins getur orðið lokastríð gegn mann- kyninu.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.