Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 20
LÁRUS SIGURBJÖRNSSON: G.RÍMSEY í þó nokkrar aldir hefur það verið haft fyrir satt, að Alþingi hafi einu sinni tekizt vel og giftusamlega að stýra fram hjá ásælni er- lends herveldis. Þá var farið fram á að fá hernaðarbækistöð í Gríms- ey. Þá vildu surnir háttvirtir alþingismenn ekki styggja erlenda kon- ungsvaldið, kváðu enda lítið í húfi, eyðisker eitt. Góður maður barg málinu við, og síðan hefur þjóðin trúað á málstað Einars Þveræings. Nú flýgur það fyrir, að erlent stórveldi hafi hug á að seilast til landsréttinda hér á landi. Sjálfsagt er Keflavík og Hvalfjörður ómerk- ar landspildur í augum þeirra þjóðar manna, eins og Grímsey forð- um í augum Noregskonungs, og nú bregður enn svo við, að einhver verulegur hluti alþingismanna virðist vera á báðum áttum, hverju svara skuli málaleitan hins erlenda stórveldis. Einstökum þingmönn- um kann að vera fyrirmunað að trúa á málstað þjóðarinnar, en sé meiri hluti Alþingis í vafa um það, lwað gera skuli, þá er þjóðin þess umkomin að víkja honum undan vandanum. Þingrof og kosn- ingar er allur galdurinn. Fyrir eindæma pukur stjórnarvaldanna í máli þessu, hafa hinar fáránlegustu kynjasögur náð útbreiðslu. í því moldviðri hefur mönn- um helzt verið gerð sú villisýn, að vér værum hernaðarlegt bitbein tveggja stórvelda. Sem betur fer liggur ekkert fyrir um það. En allur er varinn góður, og mundi nú ekki vera tími til að kveða upp úr um það, að vér viljum .engan vopnaburð hér á landi og sízt taka hann upp sjálfir. Menning vor er hin eina vörn, sem vér treystum. Vér verðum að ætla, að stórveldi, fremstu menningarþjóðir, sem mann- kynssagan þekkir, geti virt afstöðu vora með því að friðlýsa belti umhverfis ísland að sínu leyti likt og þaggað var niður í fallbyss- unum í og umhverfis Róm.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.