Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 26
152 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að því ómetanlegt gagn. Þeirrar skoðunar erum við Islendingar allir, og hjá flestum fylgir það með, að íslendingar viljum við allir vera. Hve mikils fjár á þá að meta íslenzkt sjálfstæði? — Jafnmikils og allar eigur Islendinga nú og um gervalla framtíð, andlegar jafnt sem efnalegar. Nútíðarmenn hafa engan rétt til að afsala sér og óbornum kyn- slóðum nokkru feti af íslenzkri jörð eða veita stórþjóð nokkurt tangarhald á þjóðarsjálfstæðinu. Það er eign, sem er of stór til, að leyft sé að verzla með fyrir hönd liinna ófæddu, og á það minnti Einar Þveræingur fyrrum: „Og munum vér eigi það ófrelsi gera oss einum til handa, heldur . . . allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir.“ Þar er í veði sá drengskapur við afkvæmi, sem mönnum er helgur. Hver, sem fyrirgerir því veði, er ódrengur og með níð- ingum sögunnar talinn, þótt hann hafi gert það í svipaðri blindni og Gissur Þorvaldsson. Á kjarnorkuöld verður hvergi til fátækt í heimi, nema um af- leiðing auðkúgunar verði að ræða og heimskulega einokun sérrétt- indaþjóða. Skylda okkar er að treysta sigurþjóðum ársins 1945 til góðs, eigi ills. Torskilið er, hverjum hagur sé að ásælni við Island á slíkum tíma. I öðru lagi er ósennilegt, að nokkurri stórþjóð, sem vönd er að virðingu sinni, þyki tilvinnandi að bletta hana með ágengni við íslendinga. Samt eru til menn, sem óttast, að einhvern tima verði landið tekið með ofbeldi erlends rikis og drottnað yfir því þannig um langan aldur. Þeir ganga sífellt með eins konar nauðgunarhræðslu, líkt og sagt er um fáeinar ímyndunarveikar konur með ranghverfðar hvatir, dulda löngun til að vera teknar með ofbeldi. Um þá vesalinga hefur þó aldrei heyrzt, að þær yrðu svo aumar, að þær byðust til að verða viljugar skækjur væntan- legs ofbeldismanns af ótta við, að annars gerði hann nauðgunartil- raun. Þess kyns ómennska er neðan við virðing allra nema þeirra, sem bera sér í munn, að skárra sé að semja urn varanlegt hernám íslands en eiga hættu á samningslausu ofbeldi. Því má ekki gleyma, að íslendingar eiga sér nú einskis ofbeldis von frá öðrum þjóðum. En yrði ofbeldi beitt, riði á engu meir en

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.