Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 27
Á AÐ META SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS TIL PENINGA? 153 því, að aldrei yrði rétti afsalað með vilja, og öll él birtir upp um síðir. Frá sjónarmiði eilífðar nær ekki neinni átt að meta sjálfstæði þjóðar, stórrar né smárrar, 'til peninga. Auðvaldsskeiðið er senn á enda runnið, þótt menn séu ekki á einu máli um, hvað tekur við hjá enskumælandi þjóðum. Hinn barnalegi ávani eða stundarnauð- syn að jafna öllu við tiltekna fémuni hlýtur að leggjast niður að einhverju leyti. Hvort sem lesendur liafa áttað sig á þeirri breyt- ingu eða ekki, geta fáeinar mannkynssöguspurningar skýrt fyrir þeim, hvers virði smáþjóðamenning hefur verið. Hvað hefði glatazt, ef Persar hefðu sigrað Aþenumenn og aðra Grikki á Maraþonsvöllum eða 10 árum síðar við Salamis? Þá hefði aldrei dafnað sú hámenning Grikkja, sem mannkynið undrast og líkir eftir enn í dag. Blómaöld Aþenu, sem átti ekki meira fjölmenni frjálsra manna til úrvals 'og afburða en íslendingar hafa verið, reyndist heiminum verðmætari eftir á en langar aldir í sögu millj ónaþjóða. Hve smá hefði endurreisnarmenning síðustu miðalda orðið, ef lítil borgríki á Italíu hefðu ekki tekið upp menningarforystu álfunnar, varið sig, mörg hver, fyrir ásælni tiginborinna ágangsmanna á krossferðatímunum, árætt að nota alþýðumál í latínunnar stað og fagnað hverri nýjung í viðskiptum, menntum og listum? — Það tjón hefði Evrópa aldrei fengið bætt. Hver mundi óska, að Hollendingar hefðu látið spánska veldið beygja sig á mestu maktardögum þess? Hvað hefði þá orðið úr öld Rembrandts og þeim drjúga skerf, sem þessi smáþjóð lagði til heimsmenningarinnar? — Hér um bil ekki neitt. Hver trúir því, að íslenzkar fornbókmenntir hefðu orðið það, sem þær eru, ef Uni danski hefði orðið yfirmaður lands í umboði konungsvaldsins og eftirmenn hans í jarlssæti hefðu haft öll ráð yfir þjóðinni í alþingis stað, íslenzk sérþróun verið leidd þegar í stað á lénsveldisbraut miðaldanna? — Enginn. Hver hefði orðið sérmenning og skáldaafrek Norðmanna á síð- ari öldum, ef Hansakaupmönnum hefði tekizt að gera landið alger- lega að þýzkri nýlendu? Mundu þá örfáar milljónir manna þar í landi hafa reynzt heimsmenningunni eins mikils virði og orðið

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.