Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 29
THEODORA THORODDSEN: Ekki með voru samþykki „Nú selst á þúsundir þetta, sem fyr var þrjátíu peninga virði.“ Svo kvað Þorsteinn Erlingsson, þegar orS lék á því, að stórgróða- félag legði fölur á einn af okkar fegurstu og stærstu fossum til virkj- unar. Það varð nú, sem betur fór, ekkert úr þeim kaupum. Umkomu- laus stúlka bjargaði því máli, en nú heyrast raddir um, að oss íslend- ingum standi til boða að heimila Bandaríkjamönnum að verða hér til eilífs nóns, og hafa hér herstöð og flugvelli til afnota. Sennilega er hér um einhvern stundarhagnað að ræða fyrir okkur, ef til vill milljónir króna í stað þúsunda, sem Gullfoss var metinn á forðum, en hver er sá Islendingur, er vilji góðfúslega láta af höndum fyrir stopulan stundargróða það fullveldi, sem vér og forfeður vorir hafa öldum saman barizt fyrir með djörfung og þrautseigju, og vér loks heimtum til fulls fyrir rúmu ári síðan? Ég mun í lengstu lög vona, að slíkir landráðamenn finnist ekki meðal vor. 011 vitum við, að vopnaðar stórþjóðir geta tekið okkur herskildi hvenær sem þeim býður svo við að horfa, en látum þær gera það á eigin ábyrgð, en ekki með voru samþykki.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.