Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 42
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR smáþjóð sem vorri réttinn til að lifa og þroskast frjáls og farsæl. Og vér treystum því, á meðan ágengni og yfirdrottnun enn kunni að vera til í veröldinni og ógna oss sem öðrum smáþjóðum, þá bresti oss hvorki kjark né samheldni til að firra þjóðfrelsi vort grandi, —• og hvað sem á dynur, þá skulum vér varðveita frelsisástina eigi síður en forfeður vorir gerðu, — þeir, sem lögðu hornsteina þess lýðveldis, sem vér reistum í gær. Gamla lýðveldið okkar var skapað af höfðingjunum, — og voldug- ustu höfðingjarnir tortímdu því. Það eruð þið, fólkið sjálft, sem hafið skapað nýja lýðveldið okkar. Frá fólkinu er það komið, — fólkinu á það að þjóna — og fólkið verður að stjórna því, vakandi og virlct, ef hvorttveggja, lýðveldinu og fólkinu, á að vegna vel. Það er ósk mín í dag, að fólkið sjálft, fjöldinn, sem skapaði íslenzka lýðveldið, svo samtaka og sterkur, megi aldrei sleppa af því hend- inni, heldur taka með hverjum deginum sem líður fastar um stjórn- völ þess. Þá er langlífi lýðveldisins og farsæld fólksins tryggð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.