Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 45
EYÐING ÍSLANDSBYGGÐAR 171 þar er að hafst. íslendingum er þar óheimill aðgangur, nema með sérstöku leyfi (vegabréfi), og er börn og aðrir óvitar álpast þang- að, eru þau réttdræp, eins og dæmin sanna. Aftur á móti höfum við daglega fyrir augum, utan bækistöðvanna, liina einkennisklæddu íbúa herstöðvanna. Þeir fara hvert á land, sem þeir vilja, og hegða sér þar, eins og þeim býður við að horfa. Enginn staður er friðhelg- ur fyrir ófögnuði þessum. Glæpir, sem þeir drýgja, þjófnaður, rán, árásir, nauðganir og forfæringar smástúlkna og drengja, svo drep- ið sé á það, sem algengast er, verða ekki. sóttir að íslenzkum lög- um, eins og við öll vitum. Hermennirnir eru í sínu eigin ríki í okkar landi. Erfðavenjur og siðgæðishugmyndir Bandaríkjabúa og íslend- inga eru næsta ólíkar. Það sem við teljum óþokkabragð og dólgs- hátt, finnst þeim fögur kurteisi og öfugt. í tækni eru þeir öðrum þjóðum freinri, en í félagsmálum eru þeir aftan við steinöldina, hnefaréttinn lögvernda þeir, og í kynþáttakúgun gefa þeir nasistum lítið eftir. Þeir eru mýmargir og hafa mikil fjárráð. Islendingar eru fáir og rétt bjargálna í auðugu en óunnu landi. Sambúð svo and- stæðra þjóða í nánu sambýli yrði aldrei snurðulaus, en jöfnuður milli litilmagnans og hins sterka er ekki til í auðvaldsskipulagi. Sá sterki hefur völdin og beitir þeim óspart sér í hag. Kúgun, ánauð og ófrelsi er hlutskipti hins veika, eins og margra alda reynsla ber vott um. Áróður þeirra manna, er þjóðarheiður sinn meta til fiskvirða og óska þess eins, að landið verði leigt undan íslendingum, beinist mjög í þá átt, að nú eigi íslenzka þjóðin kost á auðfengnum auði, er geri henni fært að lifa farsælu menningarlífi við allsnægtir. Þetta er hinrt mesti misskilningur. Blóðpeningar gera engan mann sælli, þeir leiða alltaf til bölvunar. — Annars bæri nýrra við, ef nokkur þjóð hagn- aðist á því fjárhagslega að hafa erlendan her í landi sínu, svo ekki sé um annað talað. Þvert á móti er það margreynt af okkur sem öðr- um, að kostnaðurinn við hernaðarbækistöðvarnar lendir alltaf á herðum þeirra, sem landið undir þær lætur, þó það komi ekki einatt opinberlega fram. Oliklegt er, að íslenzka ríkið gæti risið undir því fargi til lengdar, því afurðir okkar mundu ekki seljast framar í Evrópulöndum, ef það ólán henti okkur að leigja landið. Að mak-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.