Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 46
172 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leikum yrði litið á íslendinga sem örgustu úrhrök, er enginn virti viS- tals. SmáþjóSirnar mundu hata okkur og fyrirlíta vegna þess for- dæmis, sem viS hefSum skapaS, en stórþjóSirnar mundu líta á okkur sem óvinveitta þjóS, er lánaSi land undir kjarnorkusprengjustöSvar sér til höfuSs. Eina úrræSiS yrSi aS hjóSa Bandaríkjum NorSur- Ameríku alla framleiSsluna. Samningar viS þau mundu aSeins nást gegn auknum landafnotum og öSrum fríSindum, þar eS Bandaríkja- menn framleiSa og flytja út sjálfir sams konar vörur og viS Islend- ingar og hafa því bókstaflega engin not af þeim og mundu varla fara aS eySa dýrmætu skipsrúmi undir þær út fyrir landhelgina. At- vinnuhættir íslendinga væru þá orSnir sams konar Kleppsvinna og aS bera sand í botnlausri fötu. EySing íslenzku þjóSarinnar, sem dönskum ódugnaSi mistókst aS framkvæma á mörgum öldum, mundi Bandaríkjamönnum auSunniS verk á örfáum áratugum, ef viS gæf- um þess kost, því aS þeir íslendingar, sem einhver dugur væri í, mundu ekki una slíkum kjörum til lengdar og flæmast úr landi. Hina tækju Bandaríkjamenn smátt og smátt á framfæri sitt, þeir hyrfu í hóp útigangsmannanna, sem atvinnulausir ráfa milljónum saman í auSugasta landi heimsins. íslenzka þjóSin væri ekki lengur til, nema á söguspjöldum sem bókmenntaþjóS, er fór í hundana og leiS undir lok á síSara hluta tuttugustu aldarinnar, en landiS, sem hún byggSi, var hiS fyrsta, sem gereyddist í kjarnorkustyrjöldinni miklu.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.