Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 52
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ið færði sig upp á skaftið og varð að oki, sem hafði í för með sér ómenningu, hallæri og dauða, eins og í voru eigin landi: Auðvaldið gerðist að oki. Aðalsins kynstóra fylkingarröð hreif til sín almúgans auðnu, ót og drakk og var glöð. Sællífis vann hún sigra, en landið breyttist í bágindastöð. Og hefur ekki barátta þessara landa og vort eigið sjö hundruð ára stríð kennt oss, hversu léttur leikur það er að ná aftur frelsi sínu úr tangarkjöftum útlends auðvalds? Erum við svo minnis- sljóir, að við séum búnir að gleyma frelsisstríði forfeðra vorra, Ir- anna, sem við vorum þó mjög snortnir af eftir fyrri heimsstyrjöld- ina? Og loðir oss svo mikið áróðursskarn í augum, að við fáum ekki séð efndir engilsaxneska lýðræðisins á hinu margbásúnaða heiti á árunum 1939 til 1945: „baráttu fyrir frelsi allra þjóða“? Eru ekki efndirnar þær, að nú sendir það óvíga heri, vopnaða bryn- drekum, skriðdrekum og eldsprengjum, til Asíulanda til þess að drepa niður frelsishreyfingar þessara langkúguðu, útsognu og af- menntuðu þjóða, sem á liinu frómlundaða og hlutlausa fréttamáli Engilsaxanna heita nú orðið „óaldarflokkar“. Þannig uppskera hátt á fjórða hundrað milljónir manna blessun hinna „engilsaxnesku“ lýðræðishugsjóna. Það mætti kannski eitthvað af þessu læra, þó að hér eigi ekki í hlut „bræðraþjóðir vorar.“ Þó skrifuðu þessar þjóðir dýrlegri hækur en nokkurntíma hafa ritaðar verið síðan og höfðu uppgötvað efnafræði 20. aldarinnar og reist hin glæsilegustu hof og hallir, meðan við „Engilsaxarnir“ kúrðum eins og skjálfandi rakkar í hðlum og hellisskútum út um meginland Evrópu. „En Ameríkumenn taka okkur hvort sem er, og þá er betra að semja við þá og hafa eitthvað upp úr því,“ segja larvarnir. Þessari ómagaheimspeki þykir mér hæfilegast að svara með líkingu, sem gáf- uð frú mælti í mín eyru um þessa smámennsku: „Ef þú ert giftur mað- ur og ert neyddur til að velja um það tvennt að selja konuna þína dóna

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.