Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 53
Á TÓLFTU STUND 179 «ða að henni verði nauðgað af dóna, — hvorn kostinn myndurðu lieldur kjósa?“ Við skulum hugsa okkur þann möguleika, að til þess kæmi síðar meir, að við þyrftum að skjóta einhverjum réttindakröfum fyrir alþjóðlegan dómstól. Myndurn við þá ekki standa betur að vígi, ef við hefðum aldrei afsalað okkur neinum réttindum með samningi? Voru það ekki hyrningarsteinarnir undir sjálfstæðiskröfum okkar á hendur Dönum, að við hefðum aldrei gert og aldrei viljað gera við þá neina samninga um landsréttindi vor, heldur hefðu þeir hrifs- að þau lil sín með valdi? Mig minnir að svo væri. Þeir gömlu voru furðulega „klárir“ og frá sjónarturnum nútíma Sódóma næstum ótrúlega heiðarlegir, en af því uppskárum við fasta jörð til að standa á í frelsisbaráttu okkar. En skyldi niðjum okkar hlotnast sú hamingja að hafa ástæðu til að blessa okkur fyrir svipaðar dyggðir? Stjórn Bandaríkjanna skuldbatt sig til þess með skriflegum samn- ingi, þegar við þáðum hernaðarvernd hennar árið 1941 að draga allan sinn herafla burt úr landi voru, þegar ])áverandi styrjaldar- ástandi væri lokið. Síðan hafa ýmsir „vinir“ Bandaríkjanna af ís- lenzku bergi brotnir verið að telja oss trú um, að þau mundu aldrei kalla herafla sinn héðan aftur, hér mundi hann sitja sem fastast, eftir að styrjaldarástandinu lyki. Þetta eru ljótar getsakir og sýnu óhugnanlegri fyrir það, að þáer eru óskadraumar, sagðir í frómri einlægni. Svo lágkúrulegar eru hugmyndir þessara manna um millirikjasiðgæði, að þeir hafa ekkert út á það að setja, finnst það sjálfsögð og meira að segja æskileg hreytni, að ríkisstjórn svíki gerðan samning við annað ríki og það á friðartímum, þegar engar hættur og engin styrjaldarhefð knýr hana til slíkra brigðmæla. Ég hef verið það heiðarlegri vinur Bandaríkjanna en þessir dátar, að ég hef aldrei efazt um að þau stæðu við þessa skuldbindingu sína. Það myndi því hryggja mig stórlega, af því að ég ber vinarhug til Bandaríkjamanna sem allra annarra þjóða, ef þeir létu á sannast, að þessir móralskt sljóu landar mínir hefðu farið nær um siðahug- myndir stjórnarinnar í Washington en ég hef gert. Stríðsástandinu er nú bráðum lokið. Og enn hef ég enga ástæðu til að lialda, að Bandaríkin standi ekki við það heit, sem þau gáfu

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.