Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 55
Orðsending Bandaríkjaforseta til íslenzku ríkisstjórnarinnar er Bandaríkin tóku að sér hervernd Islands 7. júlí 1941 Ég héf tekið á móti orðsendingu yðar, þar sem þér tilkynnið mér, að íslenzka ríkisstjórnin fallist á, eftir að hafa íhugað vandlega all- ar aðstæður og að með tilliti til núverandi ástands sé það í sam- ræmi við hagsmuni íslands, að sendar séu þangað Bandaríkjaher- sveitir til aukningar og síðar til að koma í stað brezka herliðsins, sem þar er nú, og að íslenzka ríkisstjórnin sé þess vegna reiðubúin að fela Bandaríkjunum varnir Islands með eftirfarandi skilyrðum: 1) Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið. 2) Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Islands og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamningunum, að loknum núverandi ófriði, til þess að friðarsamningarnir viðurkenni einnig algert frelsi og fullveldi íslands. 3) Bandaríkin lofa að hlutast ekki til um stjórn íslands, hvorki meðan herafli þeirra er í landinu né síðar. 4) Bandaríkin skuldbinda sig til að haga vörnum landsins þannig-, að þær veiti íbúum þess eins mikið öryggi og frekast er unnt, og þeir verði fyrir sem minnstum truflunum af völdum hernaðarað- gerða, og séu þær gerðar í samráði við íslenzk stjórnarvöld, að svo miklu leyti sem mögulegt er. Vegna fólksfæðar íslands og hættu þeirrar, sem þjóðinni stafar þar af leiðandi af návist fjölmenns her- afla, verður einnig að gæta þess vandlega, að einungis úrvalslið verði sent hingað. Hernaðaryfirvöldunum ætti einnig að vera gefin fyrirmæli um að hafa í huga, að íslendingar hafa ekki vanizt vopna- burði öldum saman og að þeir eru með öllu óvanir heraga, og skal umgengni herliðsins gagnvart íbúum landsins hagað í samræmi við það.

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.