Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Síða 56
182 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 5) Bandaríkin taka að sér varnir landsins íslandi að kostnaðar- lausu og lofa að bæta hvert það tjón, sem íbúarnir verða fyrir af völdum bernaðaraðgerða þeirra. 6) Bandaríkin skuldbinda sig til að styðja að hagsmunum íslands á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur, þar með.talið að sjá land- inu fyrir nægum nauðsynjavörum, tryggja nauðsynlegar siglingar til landsins og frá því og að gera í öðru hagstæða verzlunar- og viðskiptasamninga við það. 7) íslenzka ríkisstjórnin væntir þess, að yfirlýsing sú, sem for- seti Bandaríkj anna gefur í þessu sambandi, verði í samræmi við þessar forsendur af hálfu íslands, og þætti ríkisstjórninni það mik- ilsvirði að vera gefið tækifæri til að kynna sér orðalag yfirlýsing- arinnar, áður en hún er gefin opinberlega. 8) Af hálfu Islands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkin tak- ast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öflugar og nauðsyn getur frekast krafizt, og einkum er þess vænzt, að þeg- ar í upphafi verði, að svo miklu leyti sem unnt er, gerðar ráðstaf- anir til að forðast allar sérstakar hættur í sambandi við skiptin. ís- lenzka ríkisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á, að nægar flugvélar séu til varnar, hvar sem þörf krefur og hægt er að koma þeim við, jafnskjótt og ákvörðun er tekin um, að Bandaríkin takist á hendur varnir landsins. Þér takið ennfremur fram, að þessi ákvörðun sé tekin af Islands hálfu sem algerlega frjáls og fullvalda ríkis og að það sé álitið sjálfsagt, að Bandaríkin viðurkenni þegar frá upphafi réttarstöðu íslands, enda skiptist bæði ríkin strax á diplomatiskum sendi- mönnum. Mér er það ánægja að staðfesta hér með við yður, að skilyrði þau, sem sett eru fram í orðsendingu yðar, er ég hef nú móttekið, eru fyllilega aðgengileg fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna og að skil- yrða þessara mun verða gætt í viðskiptunum milli Bandaríkjanna og íslands. Ég vil ennfremur taka það fram, að mér mun verða á- nægja að fara fram á samþykki Samveldaþingsins (Congress) til þess, að skipzt verði á diplomatiskum sendimönnum milli landa okkar. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna að ganga í lið

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.