Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Qupperneq 57
ORÐSENDING BANDARÍKJAFORSETA 183 með öðrum þjóðum á vesturhveli jarðar til að verja nýja heiminn gegn hvers konar árásartilraunum. Það er skoðun þessarar ríkis- stjórnar, að það sé mikilvægt, að varðveitt sé frelsi og sjálfstæði íslands, vegna þess, að hernám íslands af hálfu ríkis, sem sýnt hefur að það hefur á stefnuskrá sinni augljós áform um að ná heimsyfir- ráðum og þar með einnig yfirráðum yfir þjóðum nýja heimsins, mundi strax beinlínis ógna öryggi allra þjóða á vesturhvelinu. Það er af þessari ástæðu, að ríkisstjórn Bandaríkjanna mun, sam- kvæmt orðsendingu yðar, strax senda herafla til að auka og síðar koma í stað herliðsins, sem þar er nú. Þær ráðstafanir, sem þannig eru gerðar af hálfu ríkistjórnar Bandaríkjanna, eru gerðar með jullri viðurkenningu á jullveldi og sjáljstœði íslands og með þeim fulla skilningi, að amerískt herlið eða sjóher, sem sendur er til Islands, skuli ekki á nolckurn hinn minnsta hátt hlutast til um innanlandsmálejni íslenzku þjóðarinnar, og ennfremur með þeim skilningi, að strax og núverandi hættuá- ástandi í milliríkjaviðskiptum er lokið, skuli allur slíkur herafli og sjóher hverfa á brotl þaðan, svo að íslenzka þjóðin og ríkisstjórn hennar ráði algerlega yfir sínu eigin landi. íslenzka þjóðin skipar virðulegan sess meðal lýðræðisríkja heims- ins, þar sem frjálsræðið og einstaklingsfrelsið á sér sögulegar minningar, sem eru meira en þúsund ára gamlar. Það er því enn- þá betur viðeigandi, að um leið og ríkisstjórn Bandaríkjanna tekst á hendur að gera þessa ráðstöfun til að varðveita frelsi og öryggi lýðræðisríkjanna í nýja heiminum, skuli hún jafnframt, samkvæmt orðsendingu yðar, verða þess heiðurs aðnjótandi að eiga á þennan hátt samvinnu við ríkisstjórn yðar um varnir hins sögulega lýð- ræðisríkis, Islands. Eg sendi þessa orðsendingu til ríkisstjórna allra hinna þjóðanna á vesturhvelinu, svo að þær fái vitneskju um, hvað um er að vera.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.