Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 13
SNORRI HJARTARSON: Land þjóð og tunga Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Álagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.