Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Page 27
ER HERVERND ÁN HERSETU MÖGULEG? 17 framandi árás. Eigi ísland að verða sterkur hlekkur í varnarkeðju At- lantshafsríkjanna, þarf það að fá öflugar varnir, „sterkustu vígvélar og öflugustu morðtæki.“ M. ö. o.: Hér þyrftu að rísa upp virki af sama tæi og virkin á Gíbraltar og á Möltu, nema hvað þau vegna stærðar landsins yrðu að vera ennþá tröllauknari. Það sýndi sig í síðustu styrj- öld, að fyllilega víggirt klettaeyja er ósigrandi. Dag eftir dag létu þýzkar og ítalskar flugvélar 1000 kílóa sprengjum rigna yfir Möltu, litlu klettaeyjuna í Miðjarðarhafinu, en hún stóðst allar árásir. Vörn litlu klettaeyjarinnar mun verða fræg í hernaðarsögunni. Svo lítil sem hún er, aðeins 91 fermíla, reyndist hún þó að vera ósigrandi vígi á einni helztu siglingarleið enska flotans. Englendingar voru framsýnir eins og oftar, þegar þeir gerðu þessa smáeyju, sem hefur nálægt helm- ingi fleiri íbúa en ísland, að herstöð og útvígi í varnarkerfi sínu. Og hermenn þeirra dignuðu ekki undir Jrýzka sprengjuregninu. En hvað varð um íbúana? Og hvað verður um íslendinga í víggirtu og vel vörðu íslandi? Verða varnirnar í þeirra þágu, eða verður eyjan aðeins varin sem her- stöð? Hvort vörðu Bretar Möltu vegna eyjarskeggja eða vegna sjálfra sín? Myndu sterkar varnir íslands e. t. v. geta orðið banvæn árás á menningu og sjálfstæði þjóðarinnar? 1 janúarmánuði, eftir áramótaboðskap nefndra stjórnmálafrömuða, voru óneitanlega margir Islendingar uggandi um þetta. En nú mætti sá uggur vera horfinn, því að í febrúar lýstu flokkar beggja Jressara foringja yfir því, að herseta kæmi að þeirri áliti alls ekki til mála — á friðartímum. Hvað er þá að óttast? Mætti ekki með þessari yfirlýs- ingu öllum ágreiningi meðal Islendinga um „öryggismálin“ vera lokið? Getur nokkur okkar með sanngirni mælt í móti því, að aukið sé á öryggi Jjjóðarinnar, ef hún sjálf þarf engu fyrir það að fórna og leggur sig þess vegna í enga hættu? Væri ekki eðlilegast að ríkis- stjórnin afgreiddi þetta „viðkvæma utanríkismál“ í fullu trausti þjóð- arinnar? Áður en við, sem alið höfum ugg í brjósti vegna væntanlegrar her- setu, föllumst á þetta, verðum við að fá skýlaust svar við tveim spurn- ingum: 1. Hvernig er hervernd íslands möguleg án þess að varnarherinn sé í landinu og liafi búið sig undir að mœta og hrinda vœntanlegri árás? 2

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.