Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 30
20 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR málaflokka að skerða aldrei sjálfstæSi landsins? Hvar er ábyrgS þeirra á framtíS íslenzkrar menningar? Smugan, sem þeir ætla aS skríSa í gegnum burt frá ábyrgS sinni, felst í litlu orSi í áSurnefndum febrú- arboSskap SjálfstæSisflokksins og AlþýSuflokksins: „á friSartímum“. ViS viljum ekki hersetu í landinu á friSartímum. Nýkominn til Banda- ríkjanna lýsti — aS sögn MorgunblaSsins — utanríkisráSherrann einn- ig yfir því, — ekki aS viS neitum allri dvöl erlendra herja í landi okkar — heldur aS viS óskum ekki eftir aS hafa þar erlendan her „á friSartímum“. Nolo me tangare, tange! Haltu mér, slepptu mér, slepptu mér, haltu mér, mér er ekki svo leitt sem ég læt. Eg er í rauninni heiS- virS stúlka og geri þaS aldrei fyrir nokkurn mun, en ef þú endilega vilt hafa mig, þá taktu mig í rökkrinu í kvöld. Hvenær hefur nokkur frjálshuga og fullvalda þjóS gefiS erlendum her undir fótinn á þenn- an hátt?! HvaS er friSartími? Hver sker úr um þaS? HafSi ekki íslenzka ríkis- stjórnin, þegar hún gerSi hervarnarsamninginn viS Bandaríkin 1941, áskiliS sér, aS herinn hyrfi úr landi aS ófriSnum loknum? En hvenær lauk þeim ófriSi? Ekki meS ósigri ÞjóSverja, ekki meS uppgjöf Jap- ana! ÞaS var ekki ríkisstjórn íslands, heldur Bandaríkjastjórn, sem skar úr, hvenær ófriSnum lauk. Til þess aS losna viS setuliSiS varS ísland aS gera nýjan samning og láta af hendi mikil fríSindi. Heims- styrjöldinni er ekki lokiS enn. Enn eru engir friSarsamningar gerSir viS Austurríki, Japan og Þýzkaland. OfriSurinn stendur enn, og hann getur staSiS miklu lengur, ef honum telst fyrst lokiS meS friSarsamn- ingum. En jafnvel þótt friSur yrSi saminn viS Japan og Þýzkaland, — þaS geisa aSrar styrjaldir í heiminuin. Ekki eru friSartímar, meSan á þeim stendur. Frá okkar íslenzka sjónarmiSi kann aS ríkja friSur, en frá sjónarmiSi stórveldis, sem lætur sig miklu skipta hverja breytingu í valdatogi stjórnmálanna, geisa margar og viSsjárverSar styrjaldir. Ætli viSburSirnir í Kína, sem svo mjög snerta hagsmuni „austurs“ og „vesturs“, valdi ekki utanríkisráSuneyti Bandaríkjanna allmiklum á- hyggjum? Enga hersetu á friSartímum, nema þá aS árás vofi yfir landinu. Þetta eru óákveSin og teygjanleg hugtök. Hvernig sem á máliS er litiS, er óhugsandi aS íslendingar fái sjálfir aS skera úr um þetta. Hvort friSur teljist ríkja, um þaS dæma þeir, sem ráSa yfir friSi og stríSi,

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.