Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Qupperneq 61
OFTRÚIN Á KJARNORKUSPRENGJUNA 51 andstæðinganna, og trúin á gereyðingar sem mikilvægt vopn í stríði — hvorttveggja Jjetta hefur alið á þeirri trú meðal almennings í Bandaríkjunum og víðar, að stríð við Rússa mundi verða hægt að heyja að mestu án aðgerða landhers, heldur að verulegu leyti með loftárásum einum saman. Blackett sýnir með skýrum rökum að þessi trú fær ekki staðizt. Ef árásir yrðu gerðar á Ráðstjórnarríkin frá her- stöðvum þeim í Evrópu og Asíu sem áður var minnzt á, mundu Rússar vafalaust reyna að eyðileggja þessar herstöðvar eftir mætti, og til þess að verja þær þyrftu Bandaríkjamenn því á miklum her að halda. Til þess yrðu Bandaríkjamenn annaðhvort að hafa komið nægilegum herstyrk á vettvang áður en stríðsaðgerðir hæfust, eða hafa tryggt sér að þau lönd sem hafa látið herstöðvar í té hefðu svo sterkum her á að skipa að þau gætu varizt rússneskri gagnárás þangað til Bandaríkja- menn gætu komið þeim til hjálpar. Hvorttveggja þetta er miklum erfið- leikum bundið, bæði pólitískum og hernaðarlegum. Og þær Evrópu- þjóðir sem létu Bandaríkjamönnum slíkar herstöðvar í té, yrðu aðeins „peð á skákborði fyrir framan kónginn“, eins og ameríska herstjórnin hefur orðað það, fengju það hlutverk að taka við fyrsta skellinum, og gætu átt það yfir höfði sér að „fyrst flæddu rússneskir herir yfir lönd þeirra og síðan yrði ráðizt á borgir þeirra með amerískum kjarn- orkusprengjum“ (Blackett). Skoðun Blacketts er því í stuttu máli sú, að kjarnorkuvopn muni síður en svo geta valdið ])ví að næsta stríð yrði unnið með skjótum hætti, heldur mundi því, eins og fyrri styrjöldum, verða ráðið til lykta með langvinnum bardögum, þar sem allar tegundir vopna kæmu til greina í sameiningu og samvinnu. Þó að stærstu borgir einhvers stór- veldis, t. d. Rússlands, yrðu eyðilagðar að verulegu leyti með kjarn- orkusprengjum í upphafi stríðs, gæti herstyrkur landsins verið að mestu óskertur, og aðgerðir landhers væru jafnnauðsynlegar eftir sem áður. Blackett leggur áherzlu á þau skaðvænlegu áhrif sem oftrúin á kjarnorkuvopn og gildi þeirra í stríði hafi haft á almenningsálitið í Ameríku. Sú tru, að fjandsamleg þjóð geti hvenær sem er varpað kjarnorkusprengjum að óvörum á bandarískar borgir og gereyðilagt þær, hefur getið af sér kröfuna um algert öryggi, um fullkomna vernd gegn slíkum árásum. En eins og Blackett bendir á þýðir slík krafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.