Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 7
Bókaflokknum aukast vinsældir Bókaflokkur Máls og menningar á gengi sitt undir því að sem ílestir fé- lagsmenn velji úr honum áriega ekki færri en þrjár bækur. Hann er eitt dæmi þess að fjöldinn þarf að vera samtaka, ef stórt á að framkvæma. Arið 1952, þegar bókaútgáfa hafði dreg- izt mjög saman, ákvað stjórn Máls og menningar að stikla móti straumnum og gera nýtt átak til að auka útgáfuna, koma henni á nýjan víðtækari grundvöll og gefa félagsmönnum kost á frjálsu vali. Kom fyrsti bókaflokkurinn út þá um haustið, níu bækur samtímis, og hauðst hverjum er valdi þrjár eða fleiri bókin á 33 kr. að meðaltali. Var teflt mjög djarft með svo lágu verði, en í trausti þess að flestir félagsmenn mundu velja sér ekki færri en þrjár bækur. Bóka- flokknum var frá byrjun vel tekið, en nógu almenn þátttaka brást, einkum ulan Reykja- víkur, svo að tvö fyrstu árin söfnuðust skuldir á útgáfuna, og hefur verið tvísýnt um að fært væri að halda henni áfram. Við vonum þó að reikningar frá árinu í fyrra muni sýna að bókaflokkurinn sé að komast á réttan kjöl. Kaupendafjöldinn hefur auk- izt með hverju ári, og varð mestur á árinu sem leið. Félagsmenn átta sig æ fleiri á því, hver kostakjör eru í boði, og nú mundi enginn sem kynnzt hefur bókaflokkunum geta hugsað sér að missa þá aftur. Það er ekki fyrr en með þeim að Mál og menning hefur getað komið að fjölbreytni í útgáfu sinni og gefið mönnum kost á að velja um bækur af ólíku tagi. Rétt er að minna fé- lagsmenn á að þessi útgáfa er ekki ennþá úr liættu. Síðan farið var af stað með hana 1952 hefur verðlag stórlega hækkað, og hvað verður orðið í haust? Ilins vegar mundi vega mjög upp á móti ef félagsmenn allir sem einn standa saman um útgáfuna, ef þeir sem ekki hafa enn gerzt kaupendur kæmu allir með í ár, og enginn veldi sér úr flokknum færri en þrjár bækur. Tvær nýjctr bækur í vor Stjórn Máls og menningar hefur ekki enn tekið fullnaðarákvörðun um útgáfu flokks- ins í ár né verð á honum. Tvær bækur sem ætlaðar eru í flokkinn koma þó út í vor, og verða þær, eins og Á hæsta tindi jarðar í fyrravor, seldar félagsmönnum í fyrstu á bókhlöðuverði, en reikningar jafnaðir í haust við þá sem taka þrjár bækur eða fleiri úr bókaflokknum, svo að verðmunurinn kemur sem fyrirframgreiðsla. Þær tvær bækur sem koma í vor eru Trístan og Isól, skáldsaga eftir franska rit- höfundinn Bedier í þýðingu Einars Ól. Sveinssonar prófessors, og ný ljóðabók er nefnist Sjödœgra eftir Jóhannes úr Kötlum. Skáldsaga Bediers er samin á þessari öld upp úr hinum fornu sögnum og ljóðum af Trístan og Isól, og af slíkri snilld að hún er einstök gersemi í bókmenntunum. Þetta harmþrungna heillandi ástarævintýri frá riddaratímunum sem vart á sinn líka dregur öld eftir öld að sér athyglina. íslendingum hefur áður borizt hljómur af þessu ævintýri í hinu fomfræga Trístranskvæ'ðj með við- laginu: Þeim var ekki skapaS nema að skilja. Einar Ól. Sveinsson hefur snúið bók- inni á svo blæfagra íslenzku að það er jafn- framt unaður að lesa hana málsins vegna, og hún mun hér eftir skipa verðugan sess í bókmenntum íslendinga. Jóhannes úr Kötlum mun koma mörgum á óvart með hinni nýju ljóðabók sinni Sjö- dœgm. Hann hefur um árabil lftið látið til sín hevra sem ljóðskáld — ekki undir nafni. Nú mun þykja tíðindum sæta að hann kannast við að vera Anonymus sem allmörg 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.