Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 19
SVÖR VIÐ SPURNINGUM
stíl. Bann við hagnýtingu kjarnorkunnar er því að öllum líkindum það sama
og að dæma mannkynið til örbirgðar og afturfarar frá því, sem nú er. Slíkt
ástand mundi sízt auka friðarhorfur í heiminum og þá einnig vafasamt, hversu
mikið öryggi væri fólgið í slíku banni.
Af þeim ástæðum, sem hér eru fram færðar, virðist mér óskynsamlegt að
banna framleiðslu efna þeirra, sem notuð eru í kjarnorkusprengjur. Það verð-
ur ekki heldur hjá því komizt, að nokkrar birgðir af efnum þessum verði ávallt
fyrirliggjandi.
Sé hinsvegar með kjarnorkuvopnum aðeins átt við fullgerðar kjarnorku-
sprengjur verður krafan um bann við framleiðslu þeirra meinlaus, en tiltölu-
lega gagnslítil. Vissulega væri mikið unnið við að allt fjármagn, sem nú renn-
ur til framleiðslu á kjarnorkuvopnum, væri notað til þess að hagnýta kjarn-
orkuna á skynsamlegan hátt, en það mundi ekki hindra það, að hægt væri að
hefja framleiðslu á kjarnorkusprengjum með mjög stuttum fyrirvara.
Ég held að við verðum að sætta okkur við orðinn hlut og viðurkenna þá
staðreynd, að mannkyninu hafa verið fengin meiri völd í hendur en það hafði
áður. Þessum völdum getur það ekki afsalað sér. Trú mín er sú, að hin auknu
völd eigi eftir að þroska mannkynið og kenna því að láta skynsemina ráða
gjörðum sínum. Eitt er víst, en það er að styrjaldir á borð við heimsstyrjald-
irnar síðustu, þar sem hver aðili vinnur óvininum allt það tjón sem hann má,
verða ekki háðar framar. Ef til styrjaldar kemur á milli stórveldanna í fram-
tíðinni verða styrjaldaraðilar stöðugt að bera hagsmuni óvinarins fyrir
brjósti, að öðrum kosti verður aðeins um að ræða eina styrjöld — sjálfsmorð
mannkynsins.
Að öllu samanlögðu álít ég að þessi aðstaða eigi eftir að auka gagnkvæma
virðingu þjóða í milli og kenna fulltrúum þjóðanna betri umgengnisvenjur en
hingað til hafa verið við hafðar.
í stuttu máli get ég sagt, að ég er í aðalatriðum fylgjandi viðhorfi því, sem
birtist í ávarpi heimsfriðarráðsins. Þó get ég ekki sætt mig við neina þá ráð-
stöfun, sem torveldar friðsamlega notkun kjarnorkunnar og álít að bann við
framleiðslu kjarnorkuvopna sé gagnslítið. Ég álít að vænlegasta ráðið til þess
að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld sé að leggja áherzlu á almenna fræðslu
um undirstöðuatriði kjarnorkuvísindanna, hvaða vald þau leggi í hendur
mannkynsins og hvaða árangri sé hægt að ná með beitingu þessa valds, bæði
til uppbyggingar og eyðileggingar.
Af fræðslu um áhrif kjarnorkuvopna leiðir almenn fordæming á því að beita
tímarit máls og mennincar
129
9