Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kvæði hafa birzt eftir hér í tímaritinu, og eru þau tekin upp í hina nýju Ijóðabók. Að mestu leyti öðru er hún með kvæðum sem ekki hafa birzt neinstaðar áður, og bókin er stór, rúmar tíu arkir. Skáldið segir í eftir- mála: „Þegar frá er talin heildarútgáfa kvæða minna, Ljóðasafn I—II 1949, og auk þess tveir Ijóðaflokkar, Sóleyjarkvœði 1952 og Hlið hins himneska friðar 1953, þá er nú liðinn heill áratugur síðan ég hef safnað kvæðum mínum til prentunar — eða ekki síðan Sól tér sortna kom út árið 1945. — En einmitt hið sama ár birtust í Tímariti Máls og menningar hin fyrstu kvæði mín undir dulnefninu Anonymus og hefur svo verið öðruhverju allt fram til þessa.“ Sjödægra sýnir að ljóðagerð Jóhannesar hefur tekið miklum hreytingum síðustu tíu árin, og hversu sem menn dæma um það uppátæki hans að yrkja um skeið órímað hafa formtilraunir þessar frjóvgað hug hans, og mun öllum geta borið saman um að skáldinu hafi aldrei leikið betur ljóð á tungu en í þessari nýju bók. íslenzk sýning í Róm 17'ins oc nægilega er kunnugt af blaða- skrifum buðu ítölsk stjórnarvöld á síð- astliðnu ári Norræna listbandalaginu (N. K. F.) að gangast fyrir samnorrænni listsýn- ingu í Rómaborg. Sýningin stendur nú yfir og lýkur 20. maf. íslandsdeild N. K. F. eða Félag ísl. mynd- listarmanna (F. í. M.) hafði alla forgöngu um þetta sýningarhald af íslands hálfu á sama hátt og N. K. F.-deildir hinna land- anna hver fyrir sína þjóð. Að því er bezt verður séð rækti íslenzki aðilinn forgöngu- starfið vel og hefur sýningin hlotið lof er- lendis. Hér heima fyrir var í fyrstu gerður listpólitfskur aðsúgur að forgönguaðila sýn- ingarinnar,— sér í lagi út af dómnefndinni — og treystist þó enginn til opinberlega að bera brigður á samvizkusemi og starfshæfni nefndarinnar. Einkennilegustu leiðir voru farnar til að ná valdi úr höndum rétts aðila. Fjárveit- inganefnd alþingis tók í fyrstu vel beiðni um fjárstyrk til sýningarinnar, en áður en málið var afgreitt frá alþingi voru með breytingartillögu sett óaðgengileg skilyrði fyrir fjárveitingunni þess efnis að meiri- hlutavald í dómnefnd og um aðrar fram- kvæmdir var lagt í hendur umboðslausum minnihluta meðal listamanna. Þessum skil- yrðum gat Félag ísl. listamanna ekki unað. Mesta furðu vakti afstaða menntamála- ráðherra, sem öðrum fremur mun hafa stað- ið að þeim skilyrðum sem alþingi setti, og gerðist síðan til að flytja þær deilur, er spunnust hér heima um sýninguna, úr landi með því að senda yfirlýsingu til yfirvalda Italíu og N. K. F., þess efnis m. a. „að líta beri á þessa sýningu sem einkasýningu F. f. M.“, enda þótt ekki óvirðulegri listamenn utan félagsins en Gunnlaugur Ó. Scheving, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir o. fl. væru þátttakendur í sýningunni. Þó að reynt væri þannig á ýmsan hátt að bregða fæti fyrir sýninguna hefur Félag ísl. listamanna með miklum dugnaði leitt hana til farsællegra lykta, en varð sjálft að standa undir öllum kostnaði og vinna allt starf við hana ókeypis. Stjórnarvöld Norður- landa greiddu allan kostnað af þátttöku í sýningu þjóða sinna og veittu hverskonar aðra fyrirgreiðslu. Eiga menn að trúa því að íslenzk stjórn- arvöld og alþingi séu það hlífðarlausari við listamenn sína að láta þá greiða úr eigin vasa það sem annarstaðar þykir sjálfsagt að kostað sé af hálfu hins opinbera? 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.