Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 81
UMSAGNIR UM BÆKUR ars, Brimhenda, stórsnjöll ævisaga torf- skurffarmannsins í Grýtubakkaþorpi. Þetta er stutt saga, 66 blaðsíður, en þar hefur höfundinum tekizt vel aff gera asklok sögu- hetjunnar aff himni sínum — og lesandans. Heimurinn utan Grýtubakkaþorpsins er honum álíka fjarlæg og óraunveruleg ver- öld og Mararbotn. Ef til vill er höfundur hér aff lýsa af ásettu ráði öriögum þeim sem hafa hrjáff helzt til mörg börn íslenzku þjóðarinnar og hindraff þau frá þeim afrek- um sem hæfileikar stóffu til. En hvorki hér né annars staðar hjá Gunnari Gunnarssyni örlar á dýpri skilning á rökum slíkra ör- laga en aff þau séu ásköpuff eða meðfædd, og engin tímabundin saga Gunnars gerist nær nútímanum en á árum heimsstyrjald- arinnar fyrri. Þaff skyldi þó aldrei vera aff framhald Urðarfjöturs sæi ekki dagsins ljós vegna þessarar afstöffu höfundarins til samfélagsins, aff þaff sé ofviða verkefni aff koma saman eðlilegu framhaldi Sálumessu — sem mundi alveg ná til nútímans — og skoffunum höfundarins á samtíma sínum? — En í verkum eins og Brimhendu kemur ekki til greina neitt þvílíkt uppgjör viff til- veruna. Ef þessi tilgáta mín er röng ætti hún aff vera skáldinu heldur hvöt til aff snúa sér rösklega aff framhaldi Urffarfjöt- urs. * Ytri frágangur þessara þriggja binda er góffur, — utast en ekki innst. Prentvillur eru til lýta margar í þeim öllum, og við slíkt sagnasafn sem Fjandvini á að hafa registur, þaff sér hver heilvita maður í hendi sér, það hefði komizt á auffu síðuna á undan eftirmála höfundar (eftirmála sinn kallar hann Vinafagnað). Og því í ósköp- tinum eru allar línurnar í klausunni frá út- gáfufélaginu aftan á aðaltitilblaffi tveggja síffustu bindanna skemmdar? Annars er enn sem jafnan fengur aff eftirmála höf- undar við rit sín. Þó að stíll Gunnars á móffurmáli sínu sé ef til vill ekki fastur, er hann sérkennilegur, orffa- og setningaskip- an sem fáir affrir, en stíllinn er hrjónóttur eins og landslagiff sem hann lýsir. Árni BöSvarsson. IndriSi G. Þorsteinsson: 79 af stöðinni. ISunnarútgáfan. Fyrsta skáldsaga ungs höfundar. Reykja- víkursaga, nútímasaga, saga af ástarævin- týri atvinnubílstjóra. Höfundurinn hefur öðlazt sína listrænu reynslu í starfinu (?) — effa að minnsta kosti hún heldur. Umhverfið er þar, hann þekkir sitt fólk, þaff hefur samúff höfundar og þess vegna lifir þaff og lesandinn kynn- ist því. Þetta er ekki saga mikilla viðburða effa víðs útsýnis en atvik hennar eru sönn og hún lýsir á sinn ástríðulausa og nokkuff stuttaralega hátt eigi skammt inn í mann- anna hjörtu. Ragnar Sigurðsson, ungur efnismaður — kannski skáld — á ekki margra kosta völ í höfuðborg sinni: gamlan bfl, kunnáttu sína aff aka honum, dálítið lánstraust til að eign- ast hann og affstæffur til aff hagnast svolít- iff á ólöglegri brennivínssölu, til aff geta staðiff í skilum með afborganir. Farþegar hans eru oft fylliraftar, kanar og innbomir menn, og atferli þeirra er ekki alltaf sem prúðast, en hann æðrast ekki þó hann þurfi að dangla ofuriítið í hausinn á þeim meff flórreku eða halda þeim aff æla — það er í faginu. Og hann eignast góða félaga og einn vin. Svo lendir hann í þessu ástarævintýri meff bransafrú — síðar ekkju — og þá verður jafnvægi hans hættara en í viðskiptunum við farþegana, því hann er ekki „sexridden" 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.