Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR steini, hann var út af Guðmundi sýslu- manni í Þumli ...“ Það skal viðurkennt, að við höfð- um gert ráð fyrir að finna ofurlítið meira af heitum uppreisnaranda og minna af ættfræði hjá þessum manni sem hafði haslað sér völl í hugmynda- heimi okkar sem glæsileg frelsishetja og byltingarforingi, en okkur varð ekki skotaskuld úr því að sannfæra sjálfa okkur um að þessu sem öðru í fari Jóns réði sú hæverska sem ein- kennir sönn mikilmenni, og að undir yfirborði þessarar dálítið leiðinlegu upptalningar á löngu dauðum hrepp- stjórum, prestum og sýslumönnum ólgaði sá kraftur sem innan skamms mundi leiða okkur fram til lokasigurs yfir öflum kúgunarinnar. Og þegar Jón hafði rakið ætt frænku sinnar, eiginkonu Skálans, langt suður á land og til baka aftur, var það bundið fast- mælum að hann tæki að sér forustuna i byltingunni, og kvöddum við Eggert hann hinir ánægðustu; það mundi sannast eftirminnilega í hádeginu á morgun, að Jón bóndi væri sterkur í fleiru en ættfræðinni. Ég hef einhverntíma heyrt, að her- menn dreymi gjarnan fíla nóttina áð- ur en þeir eigi að leggja til orustu. Sjálfan dreymdi mig húðlausan sjó af hvölum þessa nótt. Morguninn eftir vorum við Eggert mættir fyrstir til Vinnunnar, síðan komu Ónundur klaki og Þórður í Sveinsbæ, þar næst Pétur Extralong. Það var norðaustan veður af því tagi sem gerir oft í Þangfirði á haustin, svipuskaftaspýtingur með ógurlegum hvellbyljum. Við stóðum saman hlés við fiskgeymsluhúsið og biðum eftir Eyjólfi að opna það. Svo sáum við hann koma skáhallt upp brekkuna inn- an úr bænum. Sveinn á Sömuskoðun var með honum. Jón bóndi kom rétt á eftir. Stormurinn stóð í fangið á þeim. Eyjólfur lét Svein fara á undan sér og hafði allgott skjól af gildleika hans, en Jón varð að berjast gegn veðrinu einn og óstuddur og átti erfitt með að hemja sig. Hann hélt hattinum föst- um á höfði sér með hægri hendi. Og um leið og þeir Eyjólfur komust í skjólið til okkar, dundi yfir einn byl- urinn með ægilegum hvin, hóf Jón bónda í loft upp og skellti honum síð- an kylliflötum á bakið. Við sáum í ilj- ar honum. En í fallinu sleppti hann takinu af hattinum, og hann fauk af höfði hans langt út á fjörð. Þegar Jón stóð upp aftur, var það ekki glæsilegur byltingarforingi með virðulegt höfuðfat sem við sáum, heldur nauðasköllóttur skrítinn karl, átakanlega lítill í allt of stórri peysu og víðum vaðmálsbuxum. Stormurinn strengdi buxurnar fast að fuglslegum lærleggjum hans, og rassinn á þeim blakti aftur af honum eins og stél. Hann leit um öxl sér og mændi nokk- ur augnablik út á fjörðinn, eins um- 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.