Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 47
HATTAR
um við frá, hvenær 'sem okkur var dá-
lítið mál, og jafnvel oftar, og fórum
einnig að því með sömu ró og ótta-
leysi frjálsra manna. Eyjólfur var
stunduin viðstaddur og horfði á þessa
ögrunarfullu fyrirboða byltingarinn-
ar, en hann sagði aldrei orð. Þó var
hann nú farinn að vera oftar og leng-
ur burtu en áður, og fól Sveini æ meir
að líta eftir vinnunni. Við vorum farn-
ir að sparka í Svein. Hvænær sem hann
kom nærri okkur, spörkuðum við í
hann. Þá hrökklaðist hann út í dyr og
stóð þar nokkra stund og öskraði til
okkar af máttlausri heift, en við hlóg-
um hæðnislega. Það var orðið ein
mesta skemmtun okkar að koma upp
úr á þessum vesælingi. Síðan hvarf
hann úr dyrunum, og við vissum að
hann var farinn til Eyjólfs að klaga
okkur. En Eyjólfur virtist alveg hafa
snúið baki við þessum feita og auð-
mjúka þjóni sínum, svo mikið er víst
að eftirmál urðu aldrei nein. Hnútur-
inn á svipunni var farinn að dingla,
áhrifalaus með öllu, enda hafði svip-
an sjálf hætt að smella.
Onundur klaki hélt einnig áfram að
vera virkur stríðsmaður frelsisins.
Vegna þjónustu sinnar við Guð gat
hann að vísu ekki stutt þann þátt upp-
reisnarinnar að taka í nefið, en þeim
mun skeleggar var hann við fram-
kvæmd þess þáttarins sem heyrði und-
ir þjónustuna við lögmál náttúrunn-
ar, hann var farinn að skreppa frá 10
—15 sinnum á dag; það var eins og
hann hygðist nú fá bættan að nokkru
þann órétt og móðganir sem blaðra
hans hafði hingað til mátt þola.
En hvað þá um hina?
Um Jón bónda þarf auðvitað ekki
að tala. Að vísu tók hann ekki í nefið,
og hefur að líkindum aldrei gert það,
né heldur skrapp hann nokkurntíma
frá, ennþá lét hann sitja við það eitt
að láta á sig vettlingana og brigðið
eftir að klukkan var orðin; en þetta
afskiptaleysi hans varð aðeins til að
staðfesta enn frekar fyrir okkur Egg-
erti það álit sem við höfðum fengið á
honum sem varkárum stj órnvitringi:
hann vildi reyna ennþá betur hvern
dug og framtak við gætum sýnt upp á
eigin spýtur, áður en hann kæmi opin-
berlega fram sem foringi okkar og léti
til skarar skríða. Okkur fannst hattur
Jóns vaxa að virðuleik því lengur sem
við höfðum hann fyrir augunum, en
að sama skapi varð minna úr hatti
Eyjólfs verkstjóra. Návist Jóns og
hatts hans varð okkur æ meiri sið-
ferðilegur styrkur, og stundum stóð-
um við lengi og horfðum hugfangnir
á hann, og þegar Jón tók eftir því,
brosti hann til okkar, og við hugsuð-
um harla glaðir: „Sko, honum þykir
við hara skrambi seigir.“ Þegar Jón
brosti, varð hin stóra neðrivör hans
ennþá pelíkanlegri en endranær, —
en okkur Eggerti virtist hún vera í-
mynd sannrar karlmennsku og ein-
beitni.
157