Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hinir tveir, Pétur Extralong og Þórður í Sveinsbæ, stóðu alveg utan við uppreisnina. Pétri höfðum við reyndar aldrei reiknað með sem nýtum liðsmanni hennar. Hjá honum hlutu spakmæli ávallt að koma í framkvæmda stað. Enda svaraði hann, þegar Eggert var að leiða honum fyrir sjónir hvernig aðstaða okkar hefði hreytzt og að við værum nú ekki lengur hin þrautpíndu roðhænsn heldur hið sigrandi afl í því stríði milli „kúltúrs og svínarís“ sem háð væri hér á þessum vinnustað, þá svaraði Pétur Extralong: „Ta er som maður segir: Seyðakjöt verur ikke gjört til skerpikjöt yfir oina nátt.“ Það var verra með Þórð í Sveins- bæ. Vegna þeirrar virðingar sem hann naut meðal bæjarbúa vorum við von- lausir um að almenningsálitið fengist á okkar band, ef hann kæmi hvergi nærri sókninni gegn Eyjólfi, eða væri henni jafnvel andvígur, og án samúðar fólksins er hæpið að gera byltingu. En Þórður sat sem sé við sinn keip og hélt áfram að telja á vigt- ina af sama hátíðleik og áður, án þess að taka í nefið, án þess að skreppa nokkurntímann frá, og var alltaf bú- inn að setja á sig vettlingana og brigð- ið þegar Eyjólfur öskraði „Tíminn!“ Þar að auki hafði hann móðgazt við Hnykkinn í síðustu orðasennu þeirra, og menn eins og Þórður í Sveinsbæ móðgast illa. Þeir eru alltaf þráir eins og rannndrægir hákarlar, og kalla þetta stolt, en hafi þeir í þokka- bót orðið fyrir persónulegri móðgun, getur stolt þeirra hafizt á það stig sem er óralangt ofar öllum málefnum heimsins, hinum stærstu jafnt sem hinum smæstu, enda lét Þórður ekki lengur svo lítið að anza Hnykknum einu orði þegar hann var að sanna það fyrir honum með sínum áhrifamikla ræðustíl að í rauninni værum við hér að heyja sjálfa frelsisbaráttu mann- kynsins, en snýtti bara köttum. Svo var það einn daginn, að við Eggert vorum að rifja upp helztu merkisviðburði sem gerzt höfðu í samkvæmislífi bæjarins um síðustu helgi, en þá höfðu slagsmál verið með fjörugasta móti og axla-Stjáni meðal annars næstum rifið eyrað af Gvendi Þórdísar eftir að Gvendur hafði næst- um bitið nefið af Stjána; vorum við svo hugfangnir af þessu hrífandi um- talsefni að við gleymdum okkur alveg og snertum ekki á fiskinum langa stund, og stendur þá ekki Eyjólfur verkstjóri allt í einu á milli okkar. Við þögnuðum báðir og fórum aft- ur að skera hnakkablóðið, ekki þó af neinu óðagoti, heldur með storkandi hægð, því við vildum nota þetta tæki- færi til að sanna það enn fyrir Eyjólfi að ógnarvald hans yfir okkur væri úr sögunni. Og Eyjólfur gekk þegjandi burt, og það hlakkaði í okkur tilhugs- unin að hann léti einnig bjóða sér 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.