Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 30
JÓNAS ÁRNASON HATTAR Hvað er það sem ræður mestu í lífi manna? Stundum hefur mér virzt það vera höfuðföt flestu öðru fremur, — ekki þó skinnhúfur, né heldur prjónahúf- ur, og þaðan af síður sixpensarar, heldur: hattar. Til dæmis veit ég um mann sem allt- af gekk berhöfðaður og hafði lengi gert árangurslausar tilraunir til að komast á þing; svo einn góðan veður- dag tók hann upp nýtt göngulag og fékk sér hatt, og við næstu kosningar flaug hann inn. Annað dæmi: Hann Þórir, skip- stjóri á honum Gísla Súrssyni, fræg- ur maður á togaraflotanum, kallaður Steinbítskjaftur (það var hann sem stóð einu sinni fastur í brúargluggan- um þegar hann ætlaði að stytta sér leið niður á dekk að berja karlana) hafði ungur eignazt stóran og mikinn flókahatt. Þennan hatt var Þórir alltaf með til sjós, en tók hann ofan þegar óklárt var eða annað hafarí og nagaði hann. Þegar hann var búinn að naga hattinn upp til agna, missti hann heils- una og varð að fara á taugahæli. Síð- an hefur Þórir Steinbítskjaftur ekki komið á sjó. Þriðja dæmi: Ég þekkti einu sinni verkstjóra sem alltaf gekk með hatt, en svo ... Nei, það dugar ekki annað en skýra fyrst betur frá kringumstæð- um. Þetta dæmi er heil saga. Fyrir mörgum árum vann ég um skeið í saltfiski norður á Þangfirði. Þetta var blautfiskur, og á þessu tíma- bili vildu ítalir ekki éta hann nema hnakkablóðið væri skorið úr honum, svo starf mitt og vinnufélaga minna var einkum í því fólgið að skera úr honum hnakkablóðið. Seinna varð ítölum sama þó þeir ætu hann með hnakkablóðinu, og orsakaði það auð- vitað aukið atvinnuleysi á Þangfirði, sem varla var þó á bætandi. En þá var ég sem betur fór hættur í öllum salt- fiski og kominn aftur til sjós, og nefni ég þetta aðeins til marks um það hver 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.