Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR yfir til Jóns með blendingi aðdáunar og sjálfsánægju meðan hann talaði. „Haldið þið nú,“ hélt Eggert áfram, „að nokkur okkar þyrfti að hinda á sig brigðin í okkar eigin tíma, og að drepast úr tóbaksleysi allan daginn, og að vera ólensaðir lon og don þó maður sé að springa, ef við bara stæð- um saman eins og stéttarlega þrosk- aðir karakterar og segðum hingað og ekki lengra, veskú, og heimtuðum að tekin væri nótis af samningum verka- lýðsfélagsins, og settum allir sem einn á okkur brigðin eftir að klukkan væri orðin, og tækjum í nefið bara þegar okkur langaði í það, og færum út að pissa bara þegar okkur væri mál, og ekkert rövl með það. Eftir hverjum andskotanum eruð þið að bíða?“ En það er illt að kenna gömlum hundum að sitja, og þó kannski enn- þá verra að kenna þeim að standa, þegar þeir hafa aldrei kunnað annað en sitja. Onundur klaki sagði að vísu ekkert í þetta sinn en var niðursokk- inn í Gamlatestamentið, því að þetta var í fyrri kaffitímanum, en Þórður í Sveinsbæ var þeim mun margmálli, aldrei þessu vant. „Nú er nóg komið af kjaftæðinu í þér, Eggert,“ sagði hann, „og eigin- lega fyrir neðan virðingu almenni- legra manna að anza því. En af því ég hef aldrei lagt það í vana minn að fara dult með skoðanir mínar, þá vil ég hér með lýsa því yfir, að ég tel þetta allt saman vera fáránlegan hégóma sem þú ert að nota til að blása upp æsing hér á þessum vinnustað. Hef þegar sagt álit mitt á tóbaksmálinu. Um hitt, þetta með brigðin, hirði ég ekki að ræða, allir sjá að það munar alls engu hvort menn binda á sig þessa larfa áður en klukkan er orðin eða eftir að klukkan er orðin. Maður ger- ir ekki annað en gera sig hlægilegan að vera með ofstopa út af slíku. Og hvað viðkemur því máli sem þú hefur aðallega sett í samband við sérstaka blöðru, og ekki á sem smekklegastan hátt, þá skil ég ekki að maður þurfi endilega alltaf að vera að skreppa frá. Við fáum okkar kaup fyrir að verka saltfisk, en ekki fyrir að standa piss- andi allan daginn. Og jafnvel þó manni yrði kannski einhverntíma svo- lítið mál, ætli nokkrum sé vorkunn að stilla sig í fáeina klukkutíma. Annað eins hefur maður nú þekkt. Og svo vil ég bara segja það, út af þessum nýja manni. að það er að mínum dómi ekkert annað en frekja og ósvífni þeg- ar ménn eru að ganga með sérstaka hatta til að koma illu af stað og gera allt vitlaust.“ „Nú?“ sagði Eggert, „hafa menn ekki leyfi til að ganga með hvað sem þeim sýnist á hausnum? Má ég bara spyrja hvort það sé kannski einhver ordra um það í stjórnarskránni, að engir nema útvaldir drullusokkar og þrælapískarar eins og Eyjólfur verk- stjóri megi ganga með hatt?“ ..Annað hvað manni leyfist, heldur 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.