Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR anna til að' koma þar öllu í bál. Þýzkalands- deilan hefur ekki ennþá leitt til styrjaldar í Evrópu hversu hætt sem oft var komið. Friðaröflin hafa hverju sinni borið sigur af hólmi. Von mannkynsins er að svo geti orð- ið framvegis. Síðustu mánuði hefur reyndar styrjaldarhættan jafnt í Evrópu sem Asíu færzt geigvænlega nær með hraðaukinni framleiðslu kjarnorkuvopna, endurhervæð- ingu Vesturþýzkalands, opinskáum stríðs- hótunum og stríðsundirbúningi. En sam- vizka mannkynsins er einnig vakin. Hún rís gegn hugmyndinni um eyðingu í kjamorku- styrjöld. Þjóðir Evrópu komast í uppnám við þá tilhugsun að hershöfðingjum nazism- ans skulu lögð kjarnorkuvopn í hendur. Þjóðir Asíu allar sem ein fordæma þá hótun Bandaríkjastjómar að beita kjamorkuvopn- um gegn Kína ef til átaka kemur á For- mósusundi. Hver vísindamaður af öðram, og heil samtök vísindamanna í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Bretlandi, vara opin- berlega við kjarnorkustríði og vetnis- sprengjutilraunum. Æ fleiri stjómmála- menn af ólíkustu flokkum og ríkisstjómir ganga beint og óbeint í lið með Heimsfrið- arhreyfingunni. Starfsvið hennar er að sam- eina öll þessi öfl til allsherjar samræmdrar baráttu um öll lönd gegn vígbúnaðaræðinu og sérílagi framleiðslu hinna ægilegu múg- morðsvopna. Hún er sannfærð um að það sé á valdi mannkynsius með nógu almenn- um einbeittúm mótmælum að korna í veg fyrir nýja heimsstyrjöld, það kjarnorkustríð sem yfir vofir. VínaróvarpiS Á grundvelli þessa ákvað miðstjórn Heimsfriðarráðsins á fundi í Vín 19. jan. s.l. að hefja um heim allan undirskrifta- söfnun að ávarpi gegn undirbúningi kjarn- orkustyrjaldar. Gengur það undir nafninu Vínarávarpið, og er birt hér á öðrum stað. Það felur þrennt í sér: Vekur í fyrsta lagi athygli á þeirri staðreynd að verið er að undirbúa kjarnorkustríð og jafnframt reynt að sannfæra almenning um að hún sé óhjá- kvæmileg. í öðru lagi felur það í sér viðvör- un til hverrar þeirrar ríkisstjórnar sem hleypir af stað kjamorkustyrjöld og heit- strenging um að standa í gegn undirbúningi hennar. Og í þriðja lagi kröfu um að birgð- ir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð. Nær 500 miljónir undirskrifta í marzlok Miðstjórn Heimsfriðarráðsins kom aftur saman á fund í Vín 11.—14. marz til að ræða undirskriftasöfnunina og einnig undir- búning að alþjóðaþingi friðarsinna sem háð verður í Helsinki í Finnlandi 22. maí n.k. Ályktanir fundarins í þessum málum eru birtar hér á eftir. Að Vínarávarpinu voru þá komnar 150 miljónir undirskrifta, þar af 23 miljónir í Japan, en mörg lönd (Sovétríkin, Frakkland, Þýzkaland o. fl.) ekki farin af stað. Fulltrúar vom sannfærðir um, af þeirri ólgu sem risin er í löndunum, að undir- skriftafjöldinn nú fari langt frarn úr þeim 500 miljónum sem undirrituðu Stokkhólms- ávarpið, almenningur fagni því að eiga kost á að láta mótmæli sín í Ijós gegn hinum tryllta styrjaldamndirbúningi. Fulltrúi friðarhreyfingar Indlands, D. D. Kosambi stærðfræðiprófessor í Bombay, benti á hvernig afstaða vestrænna vísindamanna til Heimsfriðarhreyfingarinnar hafi gerbreytzt, m. a. í Englandi. Áður er hann var á ferð hafi þeir ýmist ekki minnzt á friðarhreyf- inguna eða þá í háðslegum tón. Nú hafi þeir spurt sig að fyrrabragði og í einlægni: Hvaða leið er til að hindra kjarnorkustyrj- öld? Hvað ætlar Heimsfriðarhreyfingin að gera? Þannig er óttinn vakinn hjá hverjum 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.