Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 61
SKÁLDIÐ OG MAÐURINN var hin einfalda en að því skapi glöggvandi skiftíng bænda eftir stétt: stórbændur, meðalbændur, smábænd- ur. Þessi skiftíng, sem manni finst eftirá hluta sjálfsögðust, lauk í raun og veru upp fyrir mér öllu vandamál- inu og gerði mig hæfan að færast það í fáng í fullri birtu á þj óðfélagslegum grundvelli.“ Þessi aðferð, að skoða söguefni sitt frá algildu sjónarmiði, binda það ekki við þröngan bás heimalningsins, hefur ávallt einkennt rit Halldórs. í Sjálfstætt fólk átti hann að eigin sögn margar kompur fullar af innlendu dæmisagnaefni og fróðleik; hefði ekki annað komið til mætti úr því hafa orðið átthagaskáldsaga eða fróð- leiksþættir í gamalkunnum íslenzkum stíl, lýsing á persónum og atburðum án þess að efnið væri sett rétt á svið, án þess að því væri sköpuð tengsl við almenn vandamál mannkynsins. En Halldór fór aðra leið og brattari. Bezta sönnunin fyrir því að honum hefur tekizt það afrek að lyfta hinum fábreytilega lífsferli Bjarts í Sumar- húsum upp á svið algilds mannlegs harmleiks er sú staðreynd að Sjálf- stætt fólk hefur náð geysilegum vin- sældum og jafnvel metsölu í fjölda landa, og það til dæmis í jafn-ólíkum löndum og Bandaríkjunum og Tékkó- slóvakíu. Vandamál þessarar bókar er ekki aðeins vandamál kotbóndans hvar sem er á hnettinum, heldur engu síður vandamál borgarbúans sem lifir við svipaðar efnahagsaðstæður og berst fyrir svipuðum hugsjónum og Bjartur í Sumarhúsum. Þess vegna skilja menn Bjart jafnt í New York og Praha, þó að hið íslenzka baksvið hans sé báðum stöðum jafn-fjarlægt og framandi. Okkur íslendingum er af eðlilegum ástæðum tamt að líta framar öllu á hið íslenzka baksvið skáldsagnanna, tengsl þeirra við íslenzkt þjóðlíf, sögu og menningu, ádeilu þeirra á íslenzk þjóðfélagsfyrirbrigði. Af þessu þrönga sjónarmiði hefur oft leitt og leiðir enn ýmislegan misskilning, jafnvel heiftarlegar árásir á höfund- inn sem þarflaust er að eyða orðum að. Vissulega hafa bækur Halldórs áróðursgildi, eru jafnvel stórhættu- legar í augum ákveðinna manna. En það er ekkert einsdæmi né furðuefni; öll mikil listaverk hafa áróðursgildi, þau eru áróður fyrir lífsskilningi höf- undar, viðleitni hans til að sýna mönnum heiminn og rök hans eins og höfundurinn hefur skilið þau. Skiln- ingur Halldórs á þróun þjóðfélagsins grundvallast á sósíalisma, en bækur hans fjalla um fólk og viðbrögð þess við vandamálum lífsins, ekki um lær- dóma eða fræðilegar kennisetningar. Það þjóðfélag sem Halldór lýsir er þjóðfélag okkar, horgaralegt þjóðfé- lag með kostum sínum og göllum; og söguefnið er oftast árekstrar venju- legs alþýðufólks við öflin sem ráða í þjóðfélaginu, hvort heldur þessi öfl 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.