Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 69
BRÉF ÚR MYRKRI sniðum og rislægra en líf sjáandi manna er, eða gæti verið. Það er til gömul lífsspeki, sem blindir menn læra ef til vill öðrum betur að tileinka sér, en hún er sú, að því færri tækifæri sem lífið býður, því betur lærist að hagnýta þau, þakka og meta. Sjáandi menn virðast yfirleitt standa felmti lostnir gagnvart því fyrirbrigði, sem nefnist blinda. Það stappar stundum nærri því, að menn standi jafn ráðþrota gagnvart þessu fyrirbrigði og sjálfum dauðanum. Mér er enn í fersku minni það, sem einn góðkunningi minn sagði við mig, skömmu eftir að ég missti sjón- ina. — Þú mátt trúa því, Skúli, að mér varð meira um þegar ég frétti að þú værir orðinn blindur en þó ég hefði frétt lát góðs vinar. Ja, minna mátti nú gagn gera, — hugsaði ég. Það er þá svona bölvað. En upphátt þakkaði ég samúðina. Sjáandi fólk kemst oft í mestu ldípu í umgengni sinni við hið blinda vegna þess, að hið fyrmefnda heldur að það hljóti að vera mikil og vandlærð kúnst að umgangast hið síðarnefnda, svo að vel fari. Sumir reyna að dylja vandræði sín bak við uppgerðartómlæti, hjá öðrum birtast vandræðin í ótímabærri um- hyggjusemi, enn aðrir tala í hálfum hljóðum, líkt og lík stæði uppi í her- berginu, og til eru þeir, sem tala svo hátt, að því er líkast sem þeir vildu kalla yfir í annan heim. — Og allt þetta og ýmislegt fleira af svipuðu tagi er gert í þeirn eina og sama lofs- verða tilgangi að gera krossberanum lífið eins þægilegt og frekast er unnt. En von bráðar skilst þó flestum, sem umgangast blinda menn að stað- aldri, að málið er ekki svona flókið. Það er hægt að umgangast þá svona hér um bil eins og annað fólk, að öðru leyti en því, að þeir þurfa ef til vill stöku sinnum á smávægilegri að- stoð að halda, sérstaklega ef þeir eru í ókunnu umhverfi, og þá aðstoð er hægt að inna af hendi á svipaðan hátt og með svipuðu hugarfari og gengur og gerist í samskiptum sjáandi manna. Blindir menn hafa yfirleitt sýnt þá háttvísi að hafa hljótt um sig í þjóð- félaginu. Endrum og eins birtast ef til vill viðtöl við einstaka þeirra í blöð- um og útvarpi, eða á þá er minnzt opinberlega á annan hátt. Og svo kem- ur vinur minn Emil Björnsson einu sinni á ári og mælir fyrir munn Blindravinafélagsins í tilefni af merkjasöludegi þess. En þrátt fyrir þessa miklu þögn er það á vitorði al- þjóðar, að blindir menn hafa innt og inna af hendi svo merkileg störf, að vel væri þess vert að þeim væri meira á lofti haldið en raun ber vitni. Og það er sannfæring mín. að margur blindur maður í þessu landi búi yfir meiri og merkari reynslu en 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.