Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrsta skilyrðið til þess að vinna bug á hinu ljóta að geta séð það og þora að sjá það. Og í þriðja lagi er svo guði fyrir þakkandi, að heimurinn á til mörgum sinnum meira af fegurð en ljótleika, en þessa staðreynd sést sjáandi mönnum grátlega oft yfir. Blindum mönnum bregður stund- um fyrir í verkum skálda og rithöf- unda. Ég hafði lesið sitt af hvoru af þessu tagi, áður en ég missti sjón og fannst mér þetta þá yfirleitt góð latína og bera vitni um skarpan skilning og mikið innsæi höfundanna. En ein- hvern veginn er það nú svo, að þegar ég hef rennt huganum yfir þetta í seinni tíð hefur mér fundizt flest af þessu óraunverulegt og út í hött. — Þessir blindingjar bókmenntanna eru yfirleitt dálítið skrítnir náungar. Sumir eru nær hugstola af örvænt- ingu yfir örlögum sínum, aðrir dálít- ið sérvitrir, — enn aðrir útundir sig og slóttugir og reyna beinlínis að leika á þá sjáandi, en venjulega með grátlega litlum árangri. Hinir sjáandi eiga svo auðvelt með að sjá við brögðum hinna blindu. En hér verður þó að gera eina heiðarlega undantekningu. Eyjólfur netagerðarmaður í Sölku Völku er venjulegur maður, þrátt fyr- ir það að hann er blindur. Og þar með erum við komin að kjarna málsins. — Blindir menn eru þrátt fyrir allt venjulegir menn. Hitt er svo annað mál, að það hleypur enginn fyrirhafnarlaust frá ljósi til myrkurs og það kostar ef til vill nokkra áreynslu að taka upp þráð- inn aftur á hinu nýja tilverusviSi. Ný vinnubrögð þurfum við að temja okk- ur, nýjar umgengnisvenjur og jafnvel á sumum sviðum nýtt mál. ViS getum t. d. ekki sagt. — Mér sýnist þetta gott. — það væri gaman að sjá, hvað úr þessu verður, — og það er jafnvel ekki hægt að segja, — mér lízt ekki á blikuna. Lengi framan af var mér innan- brjósts líkt og ég hefði framið eitt- hvert hneyksli, eða afbrot, sem ég þyrfti að fyrirverða mig fyrir frammi fyrir sjáandi samborgurum mínum, t. d. stundað svartamarkaðsverzlun eða framið skattsvik. En nú er ég bú- inn að yfirvinna þennan veikleika og ber höfuðið hátt, eins og sá sem hef- ur stundað skattsvik og svartamark- aðsverzlun svo lengi, að hann er far- inn að vaxa í sínum eigin augum. Eins og allt líf jarðarinnar er mað- urinn gæddur þeim dásamlega eigin- leika að geta lagað sig eftir hinum ólíkustu aðstæðum og umhverfi, framar öllum skynsamlegum vonum. Blindur maður færir sér þennan eiginleika í nyt, það er allur galdur- inn. Þess vegna getur líf hans orðið með öðrum og skárra hætti en sjá- andi menn þora að gera sér í hugar- lund. AS sjálfsögðu verður það minna í 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.