Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
það mætti þá vera meiri verðmismun-
urinn. Onundur hafði jafnan með sér
stóra Biblíu í nestistöskunni sinni og
las í Gamlatestamentinu meðan við
drukkum morgunkaffið, en meðan við
drukkum eftirmiðdagskaffið las hann
í Nýjatestamentinu. Eggert hnykkur
sagði að Önundur klaki væri rarítat.
Færeyingurinn hét Pétur, og er það
í sjálfu sér engin frétt, því að annar
hver Færeyingur heitir Pétur. Hinir
heita Jeggvan. Pétur var mjög hár
maður vexti og sinaber. Þegar hann
kom fyrst til Þangfjarðar var þar bú-
settur annar Færeyingur sem hét líka
Pétur en hafði ættarnafnið Long,
stuttur maður og digur og fluttist
skömmu seinna aftur til Færeyja. En
þessi nýi Pétur fékk viðurnefni af
honum og var nefndur Pétur Extra-
long. Hann var mjög rólegur maður
og talaði ennþá færeysku eftir þessi
30 ár meðal íslendinga, og það sem
hann sagði, sem ekki var mikið, bjó
allt yfir dularmætti djúprar speki. Og
sjálfsagt hefur það allt verið færeysk
speki. Stundum var þessi speki auð-
skilin, stundum alveg óskiljanleg, en
mönnum fannst hún venjulega hitta
vel í mark, sérstaklega þegar hún var
óskiljanleg. Pétur fór alltaf á deddsló.
Ég hafði verið með honum á snurvoð
um tíma, og þegar við höfðum fengið
eitthvað lítið og sögðum að nú skyld-
um við flýta okkur að gera að þessum
skaufa og eiga svo frí þangað til næst
yrði híft, þá sagði Pétur Extralong:
„Ta kemur fyrir oinki. Hetta hevur
oingan enda.“
Þórður í Sveinsbæ tók fiskinn jafn-
óðum og við höfðum skorið úr hon-
um hnakkablóðið og vigtaði 100
pund, en unglingsstrákur einn tók við
hverjum hundraðpunda skammti og
setti hann á sérstakan trépall og saum-
aði þar utan um hann brigði og stafl-
aði svo pökkunum á kerrur. Síðan
voru pakkarnir dregnir á þessum kerr-
um niður í pakkhúsið og geymdir þar
unz fisktökuskipið kom. í pakkhúsinu
athugaði matsmaðurinn fiskinn, tók
stikkprufur og gekk úr skugga um að
hann uppfyllti þær kröfur sem til hans
voru gerðar, stæði sinn klassa.
Þórður í Sveinsbæ var um fimmt-
ugt, greindur maður og vel að sér og
þó hinn virtasti borgari. Hann var
ekki málgefinn, en mjög þýðingar-
mikill í tali, og voru þó þagnir hans
oft þýðingarmestar. Hann hafði sín-
ar einkaskoðanir á öllum hlutum og
lét aldrei á sig sannast að sér fyndist
neitt til um það sem öðrum þótti
merkilegt. Það var hann sem sagði í
sólmyrkvanum: „Aldrei bjartara.“
Þórður hafði lengi sigtað upp á það
að verða fiskimatsmaður. í þá daga
voru fiskimatsmenn skipaðir af Hans
Hátign suður í Kaupmannahöfn, sam-
kvæmt tilnefningu ráðherra. og þar af
leiðandi konunglegir embættismenn.
En þegar gamli fiskimatsmaðurinn
dó, lilnefndi ráðherrann í embættið
142