Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 55
HATTAR komulaus og ein mannvera getur orð- ið í hvassviðri. En hatturinn var horf- inn. Virðing, tign og áhrifavald Jóns hónda úr Klungravík hafði í einu vet- fangi sokkið til botns. Og það kvað við hlátur, hár og ofsalegur, líkastur siguröskri villi- manns. Það var Eyjólfur verkstjóri sem hló. Sveinn á Sömuskoðun hló með honum. Og þegar Jón hafði loks dregizt alla leið í skjólið til okkar, sagði Eyjólfur milli hláturshviðanna: „Þú ert ekki maður til að ganga með hatt, Jón minn góður, allra sízt í stormasamri tíð.“ „Já,“ sagði Jón, „það er alveg satt sem þú segir. Ég hefði átt að vera bú- inn að fá mér húfu.“ Þegar Eyjólfur hafði opnað húsið og við vorum komnir inn, tók hann Jón afsíðis og ræddi við hann eins- lega stundarkorn. Síðan gekk Jón að pökkunarpallinum, tók vettlinga sína og setti þá upp. Klukkuna vantaði ennþá nokkrar mínútur í sjö. Því næst tók Jón brigði sitt og batt því á sig. Við hinir horfðum allir á hann. Síð- an fórum við að dæmi hans. Þegar Eyjólfur öskraði „Tíminn!“ í þetta sinn, vorum við allir búnir að setja upp vettlingana og binda á okkur brigðin. Og morgunninn leið. Eyjólfur verkstjóri stóð yfir okkur allan tímann, jafnvel í kaffinu líka, og við sáum ekki betur en hattur hans hefði verið burstaður upp síðan í gær. Óll nef voru tóbakslaus, nema auðvit- að forréttindanefið á Sveini á Sömu- skoðun. Enginn skrapp frá, ekki einu sinni Önundur klaki með sína erfiðu blöðru. Við unnum eins og skepnur. Skellirnir í ljósamótornum glumdu niður til okkar af skelfilegri styrjald- arofsa en nokkru sinni fyrr. Þórður í Sveinsbæ taldi á vigtina með sínum gamla embættishátíðleik og heyrði ekki til sjálfs sín. Jón bóndi stóð og saumaði utan um pakkana af sveita- mannslegri nákvæmni, yfirbragðið eins og á reyttum pelíkan, og dapur- leiki nísti hjarta okkar Eggerts í hvert sinn sem við litum til hans. Sveinn á Sömuskoðun kastaði þrisvar salti framan í Önund klaka, og Önundur sagði ekki orð við því, við hinir það- an af síður. Kristilegt umburðarlyndi hafði aftur haldið innreið sína í þetta hús, þar sem verkaður var saltfiskur handa ítölum. Þegar við héldum heim í hádeginu, hafði storminn lægt. Við gengum saman í einum hóp ofan brekkuna eins og leið lá inn í bæinn, fimm verkamannablækur með gamla, velkta og skyggnisbrotna sixpensara, og einn sköllóttur sveitamaður berhöfð- aður. Svo vorum við komnir að húsi Jónasar Skálans sem stóð afsíðis eitt sér innst í bænum byggt í fornum 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.