Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 55
HATTAR komulaus og ein mannvera getur orð- ið í hvassviðri. En hatturinn var horf- inn. Virðing, tign og áhrifavald Jóns hónda úr Klungravík hafði í einu vet- fangi sokkið til botns. Og það kvað við hlátur, hár og ofsalegur, líkastur siguröskri villi- manns. Það var Eyjólfur verkstjóri sem hló. Sveinn á Sömuskoðun hló með honum. Og þegar Jón hafði loks dregizt alla leið í skjólið til okkar, sagði Eyjólfur milli hláturshviðanna: „Þú ert ekki maður til að ganga með hatt, Jón minn góður, allra sízt í stormasamri tíð.“ „Já,“ sagði Jón, „það er alveg satt sem þú segir. Ég hefði átt að vera bú- inn að fá mér húfu.“ Þegar Eyjólfur hafði opnað húsið og við vorum komnir inn, tók hann Jón afsíðis og ræddi við hann eins- lega stundarkorn. Síðan gekk Jón að pökkunarpallinum, tók vettlinga sína og setti þá upp. Klukkuna vantaði ennþá nokkrar mínútur í sjö. Því næst tók Jón brigði sitt og batt því á sig. Við hinir horfðum allir á hann. Síð- an fórum við að dæmi hans. Þegar Eyjólfur öskraði „Tíminn!“ í þetta sinn, vorum við allir búnir að setja upp vettlingana og binda á okkur brigðin. Og morgunninn leið. Eyjólfur verkstjóri stóð yfir okkur allan tímann, jafnvel í kaffinu líka, og við sáum ekki betur en hattur hans hefði verið burstaður upp síðan í gær. Óll nef voru tóbakslaus, nema auðvit- að forréttindanefið á Sveini á Sömu- skoðun. Enginn skrapp frá, ekki einu sinni Önundur klaki með sína erfiðu blöðru. Við unnum eins og skepnur. Skellirnir í ljósamótornum glumdu niður til okkar af skelfilegri styrjald- arofsa en nokkru sinni fyrr. Þórður í Sveinsbæ taldi á vigtina með sínum gamla embættishátíðleik og heyrði ekki til sjálfs sín. Jón bóndi stóð og saumaði utan um pakkana af sveita- mannslegri nákvæmni, yfirbragðið eins og á reyttum pelíkan, og dapur- leiki nísti hjarta okkar Eggerts í hvert sinn sem við litum til hans. Sveinn á Sömuskoðun kastaði þrisvar salti framan í Önund klaka, og Önundur sagði ekki orð við því, við hinir það- an af síður. Kristilegt umburðarlyndi hafði aftur haldið innreið sína í þetta hús, þar sem verkaður var saltfiskur handa ítölum. Þegar við héldum heim í hádeginu, hafði storminn lægt. Við gengum saman í einum hóp ofan brekkuna eins og leið lá inn í bæinn, fimm verkamannablækur með gamla, velkta og skyggnisbrotna sixpensara, og einn sköllóttur sveitamaður berhöfð- aður. Svo vorum við komnir að húsi Jónasar Skálans sem stóð afsíðis eitt sér innst í bænum byggt í fornum 165

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.