Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 45
HATTAR en hvað maður gerir,“ sagði Þórður í Sveinsbæ. „Hvað meinarðu?“ spurði Eggert. „Ut með það! Við eigum heimtingu á að vita hvað þú meinar.“ „Meina bara það,“ sagði Þórður, „að ef friðurinn á einum vinnustað er undir því kominn að einn maður, og enginn annar, gangi með sérstak- an hatt, þá er óþarfi fyrir aðra menn, og allra sízt uppflosnaða sveitalubba sem hafa ekki vit á fiski frekar en hundar, að ganga með samskonar hatt, óþarfi og frekja gagnvart þeim sem vilja fá að vinna í friði. Ég þykist að minnsta kosti hafa rétt til að fá að vinna í friði.“ „Sérðu þá ekki að Eyjólfur er skít- hræ'ddur við Jón?“ sagði Eggert. „Ertu svona sljór, maður? Er alveg kólnaður á . þér glóðarhausinn eða hvað? Sérðu ekki að Eyjólfur er svo skítpikkandihræddur við Jón, að hann er strax farinn að minnka damp- inn? Þessi krímínali stórglæpamaður er strax farinn að haga sér meira eins og kúltíveruð persóna, og það er Jóni og hatti hans að þakka og engum öðr- um. Og ef þú kallar það að koma illu af stað, þá auðvitað þú um það.“ „Sé ég víst Jón bónda, og sé ég hatt hans,“ sagði Þórður. „Hitt sé ég líka, að af slíkum hatti á höfði slíks manns getum við aldrei haft annað en bölv- un. “ „01ræt,“ sagði Eggert. „Hagaðu þér eins idjótiskt og þér sýnist. Það getur enginn bannað þér að láta eins og aumasti hamphaus. Ég hafði bara haldið að þú værir of klár maður til að sjá ekki það, sem allir sjá, að síðan Jón kom hingað er þetta orðið allt annað líf fyrir okkur, bæði demókrat- ískt séð og hinsegin séð, og að þar sem Jón er höfum við einmitt fengið manninn sem okkur hefur alltaf vant- að til að taka blóðdálkinn úr Eyjólfi og kenna þessum skíthæl að makka rétt.“ „Má vera ég sé ekki nógu músikk- alskur til að sjá það,“ sagði Þórður. „Eða of mikill prívatspekúlant til þess,“ sagði Eggert. „Var nokkur að tala um nokkra stöðu eða nokkuð kannski obbolítið embætti sem vinur- inn væri hræddur um að missa, eitt- hvað kannski í sambandi við ein- hverja vigt?“ „Varaðu þig, Hnykkur,“ sagði Þórður. „Það er ekki víst að alltaf verði svona mikill vindur í nikkunni þinni.“ „Jújú, ekki spyr maður að,“ sagði Eggert. „Það er svo sem uppúr á þér púströrið eins og fyrri daginn. En skelltu skoltunum framan í einhvern annan en mig. Hann Eggert karlinn ísleifsson, — þó hann sé ekki nema harmonikkuspilari — er upp úr því vaxinn að taka ofan fyrir mönnum sem ganga með rembing í svipnum en hjartað í buxunum. Láttu mig þekkja svona fíra eins og þig. Þið eruð allir eitt snobb og metorðagræðgi. Þið 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.