Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 45
HATTAR
en hvað maður gerir,“ sagði Þórður í
Sveinsbæ.
„Hvað meinarðu?“ spurði Eggert.
„Ut með það! Við eigum heimtingu
á að vita hvað þú meinar.“
„Meina bara það,“ sagði Þórður,
„að ef friðurinn á einum vinnustað
er undir því kominn að einn maður,
og enginn annar, gangi með sérstak-
an hatt, þá er óþarfi fyrir aðra menn,
og allra sízt uppflosnaða sveitalubba
sem hafa ekki vit á fiski frekar en
hundar, að ganga með samskonar
hatt, óþarfi og frekja gagnvart þeim
sem vilja fá að vinna í friði. Ég þykist
að minnsta kosti hafa rétt til að fá að
vinna í friði.“
„Sérðu þá ekki að Eyjólfur er skít-
hræ'ddur við Jón?“ sagði Eggert.
„Ertu svona sljór, maður? Er alveg
kólnaður á . þér glóðarhausinn eða
hvað? Sérðu ekki að Eyjólfur er svo
skítpikkandihræddur við Jón, að
hann er strax farinn að minnka damp-
inn? Þessi krímínali stórglæpamaður
er strax farinn að haga sér meira eins
og kúltíveruð persóna, og það er Jóni
og hatti hans að þakka og engum öðr-
um. Og ef þú kallar það að koma illu
af stað, þá auðvitað þú um það.“
„Sé ég víst Jón bónda, og sé ég hatt
hans,“ sagði Þórður. „Hitt sé ég líka,
að af slíkum hatti á höfði slíks manns
getum við aldrei haft annað en bölv-
un. “
„01ræt,“ sagði Eggert. „Hagaðu
þér eins idjótiskt og þér sýnist. Það
getur enginn bannað þér að láta eins
og aumasti hamphaus. Ég hafði bara
haldið að þú værir of klár maður til
að sjá ekki það, sem allir sjá, að síðan
Jón kom hingað er þetta orðið allt
annað líf fyrir okkur, bæði demókrat-
ískt séð og hinsegin séð, og að þar sem
Jón er höfum við einmitt fengið
manninn sem okkur hefur alltaf vant-
að til að taka blóðdálkinn úr Eyjólfi
og kenna þessum skíthæl að makka
rétt.“
„Má vera ég sé ekki nógu músikk-
alskur til að sjá það,“ sagði Þórður.
„Eða of mikill prívatspekúlant til
þess,“ sagði Eggert. „Var nokkur að
tala um nokkra stöðu eða nokkuð
kannski obbolítið embætti sem vinur-
inn væri hræddur um að missa, eitt-
hvað kannski í sambandi við ein-
hverja vigt?“
„Varaðu þig, Hnykkur,“ sagði
Þórður. „Það er ekki víst að alltaf
verði svona mikill vindur í nikkunni
þinni.“
„Jújú, ekki spyr maður að,“ sagði
Eggert. „Það er svo sem uppúr á þér
púströrið eins og fyrri daginn. En
skelltu skoltunum framan í einhvern
annan en mig. Hann Eggert karlinn
ísleifsson, — þó hann sé ekki nema
harmonikkuspilari — er upp úr því
vaxinn að taka ofan fyrir mönnum
sem ganga með rembing í svipnum en
hjartað í buxunum. Láttu mig þekkja
svona fíra eins og þig. Þið eruð allir
eitt snobb og metorðagræðgi. Þið
155