Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 39
HATTAR Eyjólfur þess alltaf að halda honum í hæfilegri fjarlægð frá sér. Samt lét hann Svein venjulega koma upp til sín á Skrifstofuna í kaffitímunum og drekka þar sér til samlætis, og sýndi þetta að þrátt fyrir magaveiki var Eyj- ólfi ekki mjög flökurgjarnt. Ég minn- ist þess ekki að ég sæi Svein nokkurn- tíma þveginn eða vel rakaðan. En enda þótt hann væri grómtekinn af skít, var hann samt unglegur og leit ekki út fyrir að vera nema um fertugt, þó hann væri kominn nokkuð á sex- tugsaldur. Hann virtist þannig geym- ast vel í slorinu eins og svo margir djúpfiskar. Svo var það einn morgun, að nýr maður mætti til vinnunnar með okk- ur. Strákurinn sem hafði unnið við að sauma hrigðin utan um pakkana hætti kvöldið áður, og þessi nýi mað- ur kom í staðinn fyrir hann. Maður- inn var nýfluttur í bæinn, hafði til skamms tíma búið einn með kerlingu sinni í Klungravik og lifað mest á æð- arvarpi, sem löngum var mikið í Klungravík, en svo hafði lágfóta farið að herja á varpið og eytt því, og þá gat maðurinn ekki lengur búið með kerlingu sinni í Klungravík. Hann var venzlaður Jónasi Skálan, eitthvað skyldur konu hans, og hefur sjálfsagt fengið vinnuna vegna þess. Þetta var lítill maður, á stærð við Eyjólf verkstjóra og ekki ósvipaður honum tilsýndar, en við nánari at- hugun sást að öll sérkenni hans mið- uðu að því að skapa heildarmynd hge- versku og hlédrægni, þar sem aftur á móti öll sérkenni Eyjólfs, jafnvel smæðin líka, efldu heildarmynd of- stopa og ruddaskapar. Maðurinn var tannlaus, að minnsta kosti í efri góm, en neðrivör hans var mjög stór og féll langt upp á þá efri þegar hann lokaði munninum, svo að svipurinn minnti mikið á pelíkan. Að öðru leyti minnti útlit mannsins meira á spörfugl en pelíkan: axlalaus í víðri og síðri lopapeysu sem var margbrett upp um mittið, svo að hann var kringl- óttur að sjá frá öllum hliðum, en nið- ur úr þessu héngu rassvíðar reiðbux- ur úr vaðmáli, reimaðar fast að grönnum og fuglslegum fótleggjum. Maðurinn hét Jón. Þetta, sem ég hef hér sagt um útlit Jóns, er þó samkvæmt seinni endur- minningu og upprifjun, því að ég tók lítið eftir því þá. Það eina í fari mannsins sem ég veitti verulega eftir- tekt var höfuðfat hans. Hann var með hatt! Hann var meira að segja með samskonar hatt og Eyjólfur verkstjóri, harðan hatt — svartan harðan hatt! Og hattur hans var þar að auki nýleg- ur að sjá og lítið notaður, enda mun Jón ekki oft hafa haft ástæðu til að setja hann upp meðan hann bjó enn í Klungravík, þar sem öll manna- byggð var komin í eyði og litlar líkur orðnar til að hitta aðra vegfarendur 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.