Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 39
HATTAR
Eyjólfur þess alltaf að halda honum
í hæfilegri fjarlægð frá sér. Samt lét
hann Svein venjulega koma upp til
sín á Skrifstofuna í kaffitímunum og
drekka þar sér til samlætis, og sýndi
þetta að þrátt fyrir magaveiki var Eyj-
ólfi ekki mjög flökurgjarnt. Ég minn-
ist þess ekki að ég sæi Svein nokkurn-
tíma þveginn eða vel rakaðan. En
enda þótt hann væri grómtekinn af
skít, var hann samt unglegur og leit
ekki út fyrir að vera nema um fertugt,
þó hann væri kominn nokkuð á sex-
tugsaldur. Hann virtist þannig geym-
ast vel í slorinu eins og svo margir
djúpfiskar.
Svo var það einn morgun, að nýr
maður mætti til vinnunnar með okk-
ur. Strákurinn sem hafði unnið við
að sauma hrigðin utan um pakkana
hætti kvöldið áður, og þessi nýi mað-
ur kom í staðinn fyrir hann. Maður-
inn var nýfluttur í bæinn, hafði til
skamms tíma búið einn með kerlingu
sinni í Klungravik og lifað mest á æð-
arvarpi, sem löngum var mikið í
Klungravík, en svo hafði lágfóta farið
að herja á varpið og eytt því, og þá
gat maðurinn ekki lengur búið með
kerlingu sinni í Klungravík. Hann var
venzlaður Jónasi Skálan, eitthvað
skyldur konu hans, og hefur sjálfsagt
fengið vinnuna vegna þess.
Þetta var lítill maður, á stærð við
Eyjólf verkstjóra og ekki ósvipaður
honum tilsýndar, en við nánari at-
hugun sást að öll sérkenni hans mið-
uðu að því að skapa heildarmynd hge-
versku og hlédrægni, þar sem aftur á
móti öll sérkenni Eyjólfs, jafnvel
smæðin líka, efldu heildarmynd of-
stopa og ruddaskapar.
Maðurinn var tannlaus, að minnsta
kosti í efri góm, en neðrivör hans var
mjög stór og féll langt upp á þá efri
þegar hann lokaði munninum, svo að
svipurinn minnti mikið á pelíkan. Að
öðru leyti minnti útlit mannsins meira
á spörfugl en pelíkan: axlalaus í víðri
og síðri lopapeysu sem var margbrett
upp um mittið, svo að hann var kringl-
óttur að sjá frá öllum hliðum, en nið-
ur úr þessu héngu rassvíðar reiðbux-
ur úr vaðmáli, reimaðar fast að
grönnum og fuglslegum fótleggjum.
Maðurinn hét Jón.
Þetta, sem ég hef hér sagt um útlit
Jóns, er þó samkvæmt seinni endur-
minningu og upprifjun, því að ég tók
lítið eftir því þá. Það eina í fari
mannsins sem ég veitti verulega eftir-
tekt var höfuðfat hans. Hann var með
hatt! Hann var meira að segja með
samskonar hatt og Eyjólfur verkstjóri,
harðan hatt — svartan harðan hatt!
Og hattur hans var þar að auki nýleg-
ur að sjá og lítið notaður, enda mun
Jón ekki oft hafa haft ástæðu til að
setja hann upp meðan hann bjó enn
í Klungravík, þar sem öll manna-
byggð var komin í eyði og litlar líkur
orðnar til að hitta aðra vegfarendur
149