Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR anna til að' koma þar öllu í bál. Þýzkalands- deilan hefur ekki ennþá leitt til styrjaldar í Evrópu hversu hætt sem oft var komið. Friðaröflin hafa hverju sinni borið sigur af hólmi. Von mannkynsins er að svo geti orð- ið framvegis. Síðustu mánuði hefur reyndar styrjaldarhættan jafnt í Evrópu sem Asíu færzt geigvænlega nær með hraðaukinni framleiðslu kjarnorkuvopna, endurhervæð- ingu Vesturþýzkalands, opinskáum stríðs- hótunum og stríðsundirbúningi. En sam- vizka mannkynsins er einnig vakin. Hún rís gegn hugmyndinni um eyðingu í kjamorku- styrjöld. Þjóðir Evrópu komast í uppnám við þá tilhugsun að hershöfðingjum nazism- ans skulu lögð kjarnorkuvopn í hendur. Þjóðir Asíu allar sem ein fordæma þá hótun Bandaríkjastjómar að beita kjamorkuvopn- um gegn Kína ef til átaka kemur á For- mósusundi. Hver vísindamaður af öðram, og heil samtök vísindamanna í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Bretlandi, vara opin- berlega við kjarnorkustríði og vetnis- sprengjutilraunum. Æ fleiri stjómmála- menn af ólíkustu flokkum og ríkisstjómir ganga beint og óbeint í lið með Heimsfrið- arhreyfingunni. Starfsvið hennar er að sam- eina öll þessi öfl til allsherjar samræmdrar baráttu um öll lönd gegn vígbúnaðaræðinu og sérílagi framleiðslu hinna ægilegu múg- morðsvopna. Hún er sannfærð um að það sé á valdi mannkynsius með nógu almenn- um einbeittúm mótmælum að korna í veg fyrir nýja heimsstyrjöld, það kjarnorkustríð sem yfir vofir. VínaróvarpiS Á grundvelli þessa ákvað miðstjórn Heimsfriðarráðsins á fundi í Vín 19. jan. s.l. að hefja um heim allan undirskrifta- söfnun að ávarpi gegn undirbúningi kjarn- orkustyrjaldar. Gengur það undir nafninu Vínarávarpið, og er birt hér á öðrum stað. Það felur þrennt í sér: Vekur í fyrsta lagi athygli á þeirri staðreynd að verið er að undirbúa kjarnorkustríð og jafnframt reynt að sannfæra almenning um að hún sé óhjá- kvæmileg. í öðru lagi felur það í sér viðvör- un til hverrar þeirrar ríkisstjórnar sem hleypir af stað kjamorkustyrjöld og heit- strenging um að standa í gegn undirbúningi hennar. Og í þriðja lagi kröfu um að birgð- ir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð. Nær 500 miljónir undirskrifta í marzlok Miðstjórn Heimsfriðarráðsins kom aftur saman á fund í Vín 11.—14. marz til að ræða undirskriftasöfnunina og einnig undir- búning að alþjóðaþingi friðarsinna sem háð verður í Helsinki í Finnlandi 22. maí n.k. Ályktanir fundarins í þessum málum eru birtar hér á eftir. Að Vínarávarpinu voru þá komnar 150 miljónir undirskrifta, þar af 23 miljónir í Japan, en mörg lönd (Sovétríkin, Frakkland, Þýzkaland o. fl.) ekki farin af stað. Fulltrúar vom sannfærðir um, af þeirri ólgu sem risin er í löndunum, að undir- skriftafjöldinn nú fari langt frarn úr þeim 500 miljónum sem undirrituðu Stokkhólms- ávarpið, almenningur fagni því að eiga kost á að láta mótmæli sín í Ijós gegn hinum tryllta styrjaldamndirbúningi. Fulltrúi friðarhreyfingar Indlands, D. D. Kosambi stærðfræðiprófessor í Bombay, benti á hvernig afstaða vestrænna vísindamanna til Heimsfriðarhreyfingarinnar hafi gerbreytzt, m. a. í Englandi. Áður er hann var á ferð hafi þeir ýmist ekki minnzt á friðarhreyf- inguna eða þá í háðslegum tón. Nú hafi þeir spurt sig að fyrrabragði og í einlægni: Hvaða leið er til að hindra kjarnorkustyrj- öld? Hvað ætlar Heimsfriðarhreyfingin að gera? Þannig er óttinn vakinn hjá hverjum 122

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.