Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 6
TIMARIT MALS OG MENNINGAK
Og það breytir auðvitað engu um niðurstöðuna, þó að allar þessar „vinaþjóðir“ nenta ein
hafi látið sitja við mótmælin ein, þegar þær sáu að okkur var full alvara í málinu.
Eðlilegt er að viðbrögð þess aðiljans sem einn hefur gert alvöru úr hótunum sínum hafi
kornið flatt upp á marga Islendinga. Islantl liggur á áróðurssvæði Atlantshafsbandalags-
ins, útvarpið okkar flytur nær eingöngu fréttir frá London og flest áhrifamestu blöð ís-
lenzk hafa um árabil skýrt alla heimsviðburði í samræmi við brezk-bandaríska áróðurs-
hagsmuni. Því hafa margir Islendingar lagt trúnað á þær fullyrðingar að m. a. Bretar
bæru einstaka umhyggju fyrir rétti hinna máttarminni þjóða, og hafa rnenn þá orðið að
láta bjóða sér margt: að Bretar hafi t. d. verið að tjá örsnauðri alþýðu Arabalandanna
umhyggju sína með því að vera stöðugt reiðubúnir til að senda her gegn henni hvenær
sem hún gerði sig líklega til að rísa upp gegn yfirstétt landa sinna; að Bretar hafi verið
að tjá hinum svörtu Kenyabúum umhyggju sína með því að hundelta þá með vélbyssu-
skothríð af því þeir hafa neitað að láta fáeina hvíta stórjarðeigendur fara lengur með sig
eins og skepnur; að Bretar hafi verið að tjá íbúum Kýpur umhyggju sína með því að
berja þar skólahörn til óbóta og taka menn af h'fi hópurn saman af því að ekki var annað
ráð til að forða Kýpurbúum frá þeim voða að ráða málum sínum sjálfir.
En þarna hefur einmitt brezki imperíalisminn verið að verki í allri sinni ófrýnilegu
nekt. Og við íslendingar höfum verið látnir ganga í hernaðarbandalag nteð honum, í orði
kveðnu til að vernda svonefnt „vestrænt frelsi". Og þetta bandalag hefur notað áróðursað-
stöðu sína til að villa svo urn fyrir mönnum, að margir hafa til skamms tíma verið blindir
á þá staðreynd að það er olían í Arabalöndunum, nýlenduaðstaðan í Kenya og herstöðin
á Kýpur sem á umhyggju Breta en ekki það fólk sem þarna byggir. Á meðan stjórnmála-
menn boðuðu okkur Islendingum „vestrænt frelsi" í faguryrtum skálaræðum, urðu sem sé
ýmsar aðrar þjóðir að heyra boðskap þess fluttan af gínandi byssukjöftum.
En nú hefur orðið hlé á skálaræðum og byssukjaftar „vestræns frelsis" verið látnir taka
að sér röksemdafærsluna, þar sem sléttmælgi stjórnmálámanna dugði ekki lengur. Brezki
imperíalisminn hefur kastað grímunni gagnvart okkur Islendingum. Með skipulögðum
landhelgisbrotum, með síendurteknum tilraunum til að sigla niður hin litlu varðskip okk-
ar, með ósvífnum orðhákshætti um ofbeldishneigð af hálfu þessarar fámennu vopnlausu
þjóðar, hefur brezki imperíalisminn tekið til við að tjá okkur íslendingum þá sérstöku
umhyggju sem liann hefur um aldir verið að sýna máttarminni þjóðiun. Vörnum „vest-
ræns frelsis" hefur verið snúið gegn okkur í gervi gapandi byssukjafta.
Er furða þótt mörgurn íslendingum, eftir undangenginn áróður, hafi brugðið að sjá
grímulaust andlitið á þessum marglofaða bandamanni okkar. En jafnframt ber að fagna
því að ofríki hans hefur ekki megnað að skelfa þjóðina, heldur stælt með henni djörfung
og kjark í svo ríkum rnæli að við getuni enn verið hreyknir af því að heita íslendingar.
En hins ber að gæta að tími blekkinganna er ekki liðinn. Þjóðin verður að standa vel á
verði. Til eru stjórnmálamenn sem brugðizt hafa í helgustu málum hennar, og þeir gætu
ennþá brugðizt. Það var einhugur þjóðarinnar og festa og liarðfylgi einstakra áhrifa-
manna, og þá fyrsl og fremst Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsmálaráðherra, sent knúði
landhelgismálið frarn til þess áfanga sem nú hefur náðst. En lokasigur hefur enn ekki
unnizt. Málið er enn í hættu. Enn reynir á einhug, harðfylgi og óbugandi festu þjóðar-
innar.
180