Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 13
ALDARMINNING ÞORSTEINS ERLINGSSONAR
veginn, sá eini konungur sem hann vildi vinna fyrir. Þessvegna gerðist hann
árgali sósíalismans á íslandi.
Mælt er að Þorsteinn hafi látið Passíusálmana liggja á náttborði sínu og
kunnað heila kafla úr Vídalinspostillu utanbókar. Þetta sannar það eitt að
snillina kunni hann að meta hvar sem hún birtist. Hinsvegar gat hann ekki
tekið undir með séra Hallgrími:
Kóng minn, Jesú, ég kalla þig,
kalla þú þræl þinn aftur mig . . .
Né heldur með meistara Jóni:
„Hann er herrann, vér erum þrælarnir--------- hann hefur vald til að kasla
lífi og sálu í eilífan eld. Hver vill fá staðizt nær slíkur herra er reiður?“
011 hin magnaða ádeila Þorsteins Erlingssonar er einmitt uppreisn gegn
þessari þrældómskenningu. Honum var ljóst að sá sem í sífellu þuldi synda-
játningar og náðarbænir og sætti sig möglunarlaust við hótanir um eilífar
píslir og fordæmingu, hann var ekki líklegur til að skapa nýjan og virðulegri
heim. Jafnvel hinir stórbrotnustu andar höfðu ekki megnað að hrjótast úl úr
þessum forna vítahring. Sjö árum fyrir fæðingu Þorsteins kvað Bólu-Hjálmar
í hinum átakanlega þjóðfundarsöng sínum:
Legg við faðir líknareyra,
leið oss einhvern hjálparstig.
En viljirðu ekki orð mín heyra,
eilíf náðin guðdómlig,
skal mitt hróp af heitum dreyra
himininn rjúfa kringum þig.
Hér er guði almáttugum að vísu hótað uppreisn, en í fullri viðurkenningu á
herradómi hans — þetta er aðeins æðisgengið reiðikast olnbogabarnsins sem
er gersamlega háð miskunnsemi kenningarinnar og valdsins.
Það var Þorsteinn sem gaf þessari knýjandi uppreisnarþörf nýtt inntak á
vora tungu. Hann sneri sér ekki til herradómsins, heldur gegn honum: köllun
hans var að kippa stoðunum undan því Himnaríki þar sem syndum hlöðnum
öreiganum stóð að vísu til boða „klára vín, feiti og mergur með“, en ekki fyrr
en hann var steindauður — og þá því að eins að hann hefði reynzt hiniim
jarðnesku valdhöfum nægilega auðsveipur. En umfram allt lék honum þó
hugur á að vinna úrslitasigur á sjálfum hornsteini kirkjunnar: ])ví báli Hel-
187