Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 19
HVERNIG ÞAÐ BYRJAÐI
börn, sína eigin veröld og í henni varð
hann að berjast við sín einkavanda-
mál.
Þó skortur ríkti á öllum sviðum á
heimili hins unga manns vann hann
ekki mein svo teljandi sé arftekinni
líkamshreysti hans. Hann varð
snemma stórvaxinn og sterkur. Skol-
hærður hnatthöfði með ygglibrún,
kjálkabreiður og hnefastór. í stór-
ræðum gátu því flestir reitt sig á hann
— nema hann sjálfur. En svo var hátt-
að andlegu gáfnafari hans að hann
átti erfitt með að taka sjálfur ákvarð-
anir eða mynda sér skoðanir. En
sannfærði einhver hann, sem tiltölu-
lega var auðvelt, um réttmæti orða og
athafna stóð ekki á liðveizlu hans og
munaði jafnan um hana. Klókari fé-
lagar hans notuðu sér ósjaldan af
þessum eiginleikum hans þegar þeir
höfðu hag af því en sóru fyrir hann
og létu hann standa einan þegar vand-
ræði hlutust af aðgerðum hans. Eng-
inn var honum hugrakkari þegar búið
var að setja hann af stað, en hann
vantaði alla slyngni og var því oft
staðinn að verki og hýddur í heima-
húsum fyrir óknytti sem félagar hans
báru siðferðilega ábyrgð á. í orrust-
um við aðra stráka og einvígum
skorti hann alla herkænsku en gekk
beint fram þar sem hættan var mest
og barðist unz hann hafði sigur eða lá
> valnum. En eftir frækna frammi-
stöðu fékk hann sjaldan önnur laun
en háðsglósur samherja sinna fyrir
timarit máls og menningar
fífldirfsku og slægðarleysi. Hann
lærði lítið af reynslu sinni og ótryggð
félaga sinna, varð auðveldlega ginnt-
ur að nýju og hlaut nýjar skrokk-
skjóður. Hann var einn þeirra manna
sem aðrir unna ekki sannmælis af ein-
hverjum duldum orsökum. Honum
gramdist slíkt óréttlæti en fékk ekki
rönd við því reist og vandist því á að
hata. Hann hataði félaga sína fyrir
svikin og háðið, hataði foreldra sína
fyrir ósanngjarnar refsingar fátækt
og gleðisnautt heimilislíf. En mest
hataði hann unga manninn Hermann
Kreittner sem var öðruvísi en hann
átti að vera og gerði honum lífið leitt.
3.
Þegar hann var kominn í mennta-
skóla fjölgaði vandamálunum. Eftir
styrjaldarlokin hrundi af fólki fjötur
hermennskunnar, það velti sér í als-
konar frjálsræði og dýrkaði andann
í stað vopnanna. Hættulegum stjórn-
málaskoðunum var ekki lengur leynt
og þverbrotnar allar erfðavenjur list-
ar og menningar.
Hermann Kreittner stóð sig ekki
illa við námið, í því eins og öðru var
hann liðtækur þegar hann gat farið
eftir reglum sem aðrir höfðu sett.
Hann hefði því verið viss með að
ljúka náminu á stytztum tíma fyrir-
skipuðum ef hann hefði ekki sífellt
verið truflaður af skólabræðrum sín-
um sem drógu hann inn í stjórnmála-
deilur og listamannaátök. Hann var
193
13