Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR óréttlætis og svívirðinga frá æskuár- unum, hugsaði með glóandi gremju til þess er rússnesku skæruliðarnir tóku hann höndum og smánarinnar að vera dæmdur til dauða af hálf- mönnum sem foringinn ætlaði að láta útrýma. Aðeins hið stutta tímabil sem hann var í þjónustu foringjans og hætti fyrir hann lífi sínu var sem sól- skinsblettur á ævi hans. En í nótt hafði hann mátt hlusta á unga herfor- ingja hlæja að þeirri hugsjón hans að hefja að nýju styrjöld til að hefna lið- ins ófarnaðar. Þeir höfðu undarlegar hugmyndir sumir þessara ungu her- manna, það var ekki tilgangur þeirra með hervæðingu að heyja styrjöld, þeir vildu leika einhverskonar refskák í skugga vopnanna. Þeir minntu hann á skólaskáldin sem ortu allt öðruvísi en þangaðtil hafði verið gert. Hann var enn á eftir tímanum, einmana og fyrirlitinn. Hann setur harkalega frá sér hálf- fullt rauðvínsglasið, fer inn á einka- skrifstofu sína og tekur að ganga um gólf. Hann getur ekki slitið hugann frá því sem honum er mótdrægt og hann veit að hann muni aldrei sigrast á hamingjuleysi lífs síns. Til hvers var þá að vera að lifa því lengur? En allt í einu laust því eins og eld- ingu niður í huga hans að hann héldi örlagaþráðunum í hendi sér og nú skyldi hann einusinni ráða. Ritari hans er ekki kominn. Hann rennir bréfsefni í ritvélina, vélritar sjálfur skipun sína og undirskrifar hana. Svo gengur hann fram að dyr unum en snýr við og tekur símskeyti sem liggur á borðinu. Það kom í gær og var um eitthvert ómerkilegt efni, en það gaf skipun hans áherzlu að hann héldi á símskeyti í hendinni. 011- um mundi skiljast að hann hefði feng- ið það nú og gefið fyrirskipun sína samkvæmt því. Svo ók hann hratt til eldflaugastöðvarinnar. Eftir örfáar mínútur klauf hið geig- vænlega kjarnorkuflugskeyti loftið í austurátt og hitti mark sitt í borginni Moskvu í hinu forna fjandmanna- landi. Eyðileggingin var ógurleg og tugþúsundir manna dauðar. Og það stóð ekki á svarinu. Flug- skeytin streymdu að austan vestur til Evrópu, yfir til Englands og alla leið til Ameríku og flugvélar vörpuðu kjarnorkusprengjum á herstöðvar Bandaríkjanna í Evrópu. Og vestur- veldin létu ekki sitt eftir liggja. Hver einasta herstöð, sem þess var umkom- in, lét lausar sínar djöfullegu vígvélar með mestu nákvæmni á borgir Rúss- lands og austurevrópulandanna. Það var svona sem það byrjaði, og 206
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.